Norðmenn ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen 23. september 2009 12:42 Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu. Bente Nyland forstjóri norsku Olíustofnunnar Noregs segir í samtali við Teknisk Ukeblad að möguleikar séu til staðar að svæðið geti gefið af sér svipað magn af olíu og Troll-svæðið í Norðursjó. Undir Troll-svæðinu fundust 1,4 milljarðar tunna af olíu og þegar vinnslan þar náði hámarki árið 2002 var um 400.000 tunnum af olíu dælt þar upp daglega. Þar að auki liggja rúmlega 60% af öllum gasbirgðum í Norðursjó undir svæðinu. „Við teljum að svæðið sé svokallaður mikrólandfleki með setlög í miðjunni. Þar með eru möguleikar á að olíulindir séu til staðar," segir Nyland sem liggur ekki á þeirri skoðun sinni að eftir engu sé að bíða með að hefjast handa. Samkvæmt Teknisk Ukeblad vill hún hefja leitina eins fljótt og kostur er. Nyland segir að Íslendingar hafi farið of fljótt af stað með útboði á rannsóknar og leitarleyfum á Drekasvæðinu. Bæði fjármálakreppan og fallandi olíuverð geri slíkt ekki aðlaðandi í augnablikinu. Gögn um jarðlögin við Jan Mayen sem Norðmenn hafa undir höndum eru nú orðin 20 ára gömul og fram kemur í blaðinu að áhugavert verði að sjá hvað komi út úr nýjum rannsóknum. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Á sama tíma og allir eru hættir við olíuleit og rannsóknir á Drekasvæðinu berast fréttir frá Noregi um að Norðmenn séu ólmir í að hefja olíuleit við Jan Mayen-hryggnum það er sín megin á svæðinu. Bente Nyland forstjóri norsku Olíustofnunnar Noregs segir í samtali við Teknisk Ukeblad að möguleikar séu til staðar að svæðið geti gefið af sér svipað magn af olíu og Troll-svæðið í Norðursjó. Undir Troll-svæðinu fundust 1,4 milljarðar tunna af olíu og þegar vinnslan þar náði hámarki árið 2002 var um 400.000 tunnum af olíu dælt þar upp daglega. Þar að auki liggja rúmlega 60% af öllum gasbirgðum í Norðursjó undir svæðinu. „Við teljum að svæðið sé svokallaður mikrólandfleki með setlög í miðjunni. Þar með eru möguleikar á að olíulindir séu til staðar," segir Nyland sem liggur ekki á þeirri skoðun sinni að eftir engu sé að bíða með að hefjast handa. Samkvæmt Teknisk Ukeblad vill hún hefja leitina eins fljótt og kostur er. Nyland segir að Íslendingar hafi farið of fljótt af stað með útboði á rannsóknar og leitarleyfum á Drekasvæðinu. Bæði fjármálakreppan og fallandi olíuverð geri slíkt ekki aðlaðandi í augnablikinu. Gögn um jarðlögin við Jan Mayen sem Norðmenn hafa undir höndum eru nú orðin 20 ára gömul og fram kemur í blaðinu að áhugavert verði að sjá hvað komi út úr nýjum rannsóknum.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira