Viðskipti erlent

Olíuverðið fellur undir 70 dollara eftir birgðatölur

Heimsmarkaðsverð á olíu á markaðinum í New York féll í 69,3 dollara á tunnuna í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birtir nýjar tölur um olíubirgðir landsins. Reyndust birgðirnar mun meiri en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um.

 

Bandarískar hráolíubirgðir jukust um 2,9 milljónir tunna í fyrri viku sem gekk þvert á spá sérfræðinga. Þeir höfðu, að sögn Bloomberg, reiknað með að birgðirnar myndu lækka um 1,4 milljónir tunna.

 

Hvað bensínbirgðirnar varðar jukust þær um 5,4 milljónir tunna en sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á 500 þúsund tunnur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×