Symonds: Piquet átti hugmyndina að árekstrinum 23. september 2009 10:46 Pat Symonds má ekki koma nálægt Formúl 1 næstu fimm árin. mynd: getty images Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore. FIA dæmdi Symonds í fimm ára bann frá Formúlu 1 og Briatore í ótímabundið bann, en sleppti Piquet við refsingu þar sem hann vitnaði í málinu. "Piquet bar þessa hugmynd upp á laugardagskvöldinu fyrir keppni og ég taldi þetta vera eitthvað sem hann vildi gera fyrir liðið. Ég vissi ekki að hann var í samningaviðræðum við Briatore", sagði Symonds í bréfi um málið til FIA. Hann segir það að Fernando Alonso kom inn í fjórtánda hring hefði í sjálfu sér verið eðlilegt vegna vandamála með dekkin hjá Renault. "Ég hefði átt að slá þessa hugmynd af um leið og Piquet bara hana upp. Ég er fullur eftirsjár að hafa ekki gert það og það verður mín ævarandi skömm að hafa tekið þátt í þessu ráðabruggi. Persónulega græddi ég ekkert á þessu og hef kastað frá mér lífsverkefni mínu með Renault", sagði Symonds. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20:00. Sjá meira um málið Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Pat Symonds er fullur eftirsjá vegna atviksins í Singapúr í fyrra, en hann hefur átt 33 ára ferlil í akstursíþróttum og mest hjá Renault. Symonds vill meina að Piquet hafi átt hugmyndina að því að klessa Renault bíl sinn á vegg og hann hafi síðan sjálfur útfært hugmyndina með Flavio Briatore. FIA dæmdi Symonds í fimm ára bann frá Formúlu 1 og Briatore í ótímabundið bann, en sleppti Piquet við refsingu þar sem hann vitnaði í málinu. "Piquet bar þessa hugmynd upp á laugardagskvöldinu fyrir keppni og ég taldi þetta vera eitthvað sem hann vildi gera fyrir liðið. Ég vissi ekki að hann var í samningaviðræðum við Briatore", sagði Symonds í bréfi um málið til FIA. Hann segir það að Fernando Alonso kom inn í fjórtánda hring hefði í sjálfu sér verið eðlilegt vegna vandamála með dekkin hjá Renault. "Ég hefði átt að slá þessa hugmynd af um leið og Piquet bara hana upp. Ég er fullur eftirsjár að hafa ekki gert það og það verður mín ævarandi skömm að hafa tekið þátt í þessu ráðabruggi. Persónulega græddi ég ekkert á þessu og hef kastað frá mér lífsverkefni mínu með Renault", sagði Symonds. Ítarlega verður fjallað um málið í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöld kl. 20:00. Sjá meira um málið
Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira