Erlent

Heilbrigðisfrumvarp Obama samþykkt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frumvarpið var samþykkt í þinginu í dag. Mynd/ AFP.
Frumvarpið var samþykkt í þinginu í dag. Mynd/ AFP.
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag heilbrigðisfrumvarp Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna. Með frumvarpinu verður 31 milljón Bandaríkjamanna sem ekki eru sjúkratryggðir veitt trygging. Þetta gæti orðið mesta breyting á heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum í mörg ár.

Fréttastofa BBC segir að þetta geti orðið til að styrkja Barack Obama verulega í sessi sem forseta Bandaríkjanna. Hann hafnar fullyrðingum um að málamiðlanir sem hafi verið gerðar veiki frumvarpið.

Frumvarpið var samþykkt með 60 atkvæðum gegn 39.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×