Fótbolti

Framlengi bara ef Bayern styrkir sig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er líf og fjör eins og venjulega í herbúðum þýska félagins FC Bayern. Nú er Frakkinn Franck Ribery kominn í hár við forseta félagsins, Uli Höness.

Höness sagði að ef Ribery framlengdi ekki samningi sínum við félagið ætti hann það á hættu að vera seldur.

Riberty var fljótur að svara fyrir sig.

„Auðvitað er það möguleiki að framlengja við Bayern. Ég vil samt vinna Meistaradeildina og eins og staðan er í dag getur þetta félag ekki keppt við Barcelona, Real Madrid, Arsenal eða Inter. Sem betur fer er nóg eftir af tímabilinu og allt því opið," sagði Ribery og meinar að Bayern sé hollast að styrkja sig vilji það halda honum hjá félaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×