Næringarfræði á villigötum? 17. desember 2009 06:00 Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði. Þann 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðings á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefðbundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem greinarhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringarefnum sem ekki er að finna í hvítum sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til næringargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næringarríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsuboðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er næringarfræðingur. Ólafur Sigurðsson er matvælafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð Skoðun Halldór 15.3.2025 Halldór Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gunnar Smári hvað er hann? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar Skoðun Ísland er leiðandi ljós og hvatning til fjölmiðla Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Forvarnir á ferð Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Vertu meðbyr mannúðar Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Fegurð sem breytir skólum Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Sigurður Örn Hilmarsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar Skoðun Verður Frelsið fullveldinu að bráð? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Mataræði í stóra samhengi lífsins Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Hvað varð um loftslagsmálin? Kamma Thordarson skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist aðeins hjá öðrum Inga Sæland skrifar Skoðun Örlög Íslendinga og u-beygja áhrifamesta fjármálamanns heims Snorri Másson skrifar Skoðun Ég kýs Magnús Karl sem rektor Bylgja Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Jóhann Páll: Vertu í liði með náttúrunni ekki gegn henni Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Lífið gefur engan afslátt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir sem næsti rektor HÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Vitskert veröld Einar Helgason skrifar Skoðun Draumurinn um hið fullkomna öryggisnet Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Sönnunarbyrði og hagsmunaárekstur Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði. Þann 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðings á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefðbundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem greinarhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringarefnum sem ekki er að finna í hvítum sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til næringargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næringarríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsuboðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er næringarfræðingur. Ólafur Sigurðsson er matvælafræðingur.
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun
Skoðun Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke skrifar
Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Hvað gerir nýr rektor HÍ við Endurmenntun? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Tífalt hærri vextir, meiri skuldir - menntastefna stjórnvalda? Júlíus Viggó Ólafsson,Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Björn Þorsteinsson as Rector - A visionary leader uniting disciplines and driving innovation Marianne Elisabeth Klinke Skoðun
Um Ingibjörgu Gunnarsdóttur – ferill að rektorskjöri Rúnar Unnþórsson,Þórhallur Ingi Halldórsson Skoðun