Næringarfræði á villigötum? 17. desember 2009 06:00 Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði. Þann 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðings á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefðbundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem greinarhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringarefnum sem ekki er að finna í hvítum sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til næringargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næringarríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsuboðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er næringarfræðingur. Ólafur Sigurðsson er matvælafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Ólafur G. Sæmundsson og Ólafur Sigurðsson skrifa um næringarfræði. Þann 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hráfæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frásögur færandi nema fyrir þá sök að í þættinum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðings á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst því að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi viðurkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca 48 gráður á Celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (prótína). Hráfæðikenningin tengist hefðbundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem greinarhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kemur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræðum. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar menntunarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verksmiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óhollusta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venjulegs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs, hrásykur og í staðinn fyrir mjólk, sojamjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næringarefnum sem ekki er að finna í hvítum sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til næringargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næringarríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar línur rita að öfgakenndur heilsuboðskapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mikilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upplýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sannarlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Ólafur G. Sæmundsson er næringarfræðingur. Ólafur Sigurðsson er matvælafræðingur.
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun