Lífið

Farfuglar á fæðingarslóðum Davíðs

söguslóðir Valdimar hyggst halda í gömlu sögulegu gildin.mynd/mHH
söguslóðir Valdimar hyggst halda í gömlu sögulegu gildin.mynd/mHH

„Davíð Oddsson ólst þarna upp til átta ára aldurs. Hann er meira að segja fæddur í húsinu,“ segir athafnamaðurinn Valdimar Árnason.

Valdimar vinnur nú að því að breyta hinum sögufrægu Ljósheimum á Selfossi í farfuglaheimili. Húsið hefur staðið autt í tvö ár, en héraðsfréttablaðið Dagskráin sagði frá áformum Valdimars í gær. Dvalarheimili aldraðra var síðast í húsinu, en það var á sínum tíma byggt yfir héraðslækninn Lúðvík Norðdal, afa Davíðs Oddssonar, sem rak læknastofu í kjallaranum.

„Það er gríðarlegur og mjög vaxandi iðnaður hér á Selfossi,“ segir Valdimar spurður um ferðamannastrauminn í gegnum bæinn. „Það er ekkert farfuglaheimili hér í kring, nema á Eyrarbakka. Þar er Anna Sigríður, systir mín, með farfuglaheimili.“

Valdimar hyggst safna sögum fólksins sem eyddi ævikvöldinu í húsinu og hengja á veggi farfuglaheimilisins ásamt myndum. „Ég ætla að hafa sögurnar bæði á íslensku og ensku. Það verður gaman fyrir ferðamennina að sjá gömul skrítin andlit og lesa góða sögu fyrir neðan,“ segir hann. „Við ætlum að reyna að halda í þessi gömlu sögulegu gildi.“

Farfuglaheimilið tengst Hostel-keðjunni í Reykjavík og opnar 1. maí á næsta ári. 25 tveggja manna herbergi verða í boði ásamt svefnpokaplássi fyrir 30 manns og að sjálfsögðu morgun­matur fyrir gestina. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.