Viðskipti erlent

FIH bankinn hefur afskrifað lán fyrir 24 milljarða á árinu

FIH bankinn í Danmörku hefur afskrifað lán upp á 955 milljónir danskra kr. eða rétt tæpa 24 milljarða kr. á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Hinsvegar varð hagnaður af rekstri bankans á þriðja ársfjórðungi upp á 191 milljón danskra kr. eða um 4,7 milljarða kr. fyrir skatt.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að niðurstaðan útr rekstrinum fyrir þriðja ársfjórðung sé viðunandi en hinsvegar sé niðurstaðan fyrir fyrstu þrjár ársfjórðungana í heild það ekki. Tapið á árinu hingað til nemi 166 milljónum danskra kr.

Fram kemur að eiginfjárhlutfall bankans við lok þriðja ársfjórðung er 14,1%. „Bankinn er því með traustan eiginfjárgrunn og getur staðist áframhaldandi kreppu í efnahagslífinu," segir í tilkynningunni.

Í frétt um uppgjörið á börsen.dk segir að eignarhaldið á FIH bankanum sé enn ófrágengið en sem kunnugt er komst bankinn í eigu íslenska ríkisins í framhaldi af neyðarláni Seðlabankans til Kaupþings rétt fyrir bankahrunið s.l. haust. Lánið, 500 milljónir evra, var með allsherjarveði í FIH bankanum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×