Innlent

Jón vonast til þess að opna um hádegið

„Við erum að vonast til þess að geta opnað upp úr hádeginu," segir Jón Gerald Sullenberger en verslun hans, Kostur, átti að opna klukkan ellefu í dag. Opnuninni hefur verið frestað vegna tæknilegra örðugleika en almenningur er þegar farið að streyma í verslunina að sögn Jóns.

„Það er fullt af fólki komið," segir hann.

Aðspurður segir hann mikla stemmningu í loftinu. Nú liggi hinsvegar mikið á því koma þurfti tölvukerfinu af stað.

Vísir mun greina frá því eins fljótt og mögulegt er þegar tölvukerfið kemst í lag og verslunin opnar formlega.


Tengdar fréttir

Opnun Kosts frestað

Fyrirhugað var að opna matvöruverslunina Kost í dag klukkan ellefu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×