Lífið

Prestar aðstoða við Jesúleikrit

Benedikt leikstýrir verkinu Jesús litli sem verður frumsýnt 21. nóvember. fréttablaðið/stefán
Benedikt leikstýrir verkinu Jesús litli sem verður frumsýnt 21. nóvember. fréttablaðið/stefán
„Þetta er hið horfna en nýfundna Jólaguðspjall Leikfélags Reykjavíkur sem kemur í leitirnar eftir öll þessi ár,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri, um verkið Jesús litla sem verður frumsýnt 21. nóvember. Æfingar eru í fullum gangi fyrir verkið, sem gæti vakið athygli fyrir hispurslaus efnistökin.

Prestar og guðfræðingar hafa komið Benedikt og samstarfsfólki hans til hjálpar við Biblíurannsóknir en lengra ná áhrif þeirra ekki. „Yndislegir prestar hafa komið og hjálpað okkur og varpaði ljósi á Jesús þó að hann tali nú oftast mjög illa um guðfræðinga og kirkjan hafi ekkert einkaleyfi á Jesú frekar en skattstjórinn eða Fréttablaðið,“ segir Benedikt. „Vandinn með Jesú er að allir vilja eigna sér hann og þótt ég vildi gjarnan draga hann í minn flokk er það ekki hægt því hann er allra.“

Halldóra Geirharðsdóttir og Bergur Þór Ingólfsson leika í verkinu trúðana Úlfar og Barböru sem fá liðsinni frá söngdívunni Kristjönu Stefánsdóttur sem hefur fætt trúðinn Bellu. „Þau eru að segja söguna um hvernig ljósið kemur í heiminn, fæðingu Jesús litla. Við getum sagt að þetta sé sunnudagaleikhús fyrir fullorðna,“ segir Benedikt.

Síðasta sýning trúðanna var Dauðasyndirnar sem hlaut sex tilnefningar til Grímunnar og verður fróðlegt að sjá hvort Jesús litli fær jafngóð viðbrögð. - fb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.