Kaupmátturinn og dýrðin Brynhildur Björnsdóttir skrifar 23. október 2009 06:00 Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú líður að jólaverslun með tilheyrandi auglýsingum, útbíuðum í jólatrjám og jólasveinum, löngu áður en það er einu sinni hægt að láta börn undir sex ára telja niður daga sem eru þrisvar sinnum fleiri en tær og fingur. Að vanda munu þrír helstu verslunarkjarnar höfuðborgarsvæðisins keppa um hylli neytenda (hylli neytenda er einn uppáhaldsfrasinn minn) með því að bjóða betri kjör, meiri söng, fleiri piparkökur og mörg tonn af ókeypis skyndijólaskapi sem verður úðað út í mengað stórborgarloftið. Við þessi árlegu tímamót er vert að skoða hvernig kjarnarnir þrír taka á móti viðskiptavinum sínum og kunningjum. Kaupmenn við Laugaveg hafa löngum kvartað yfir því að vera ekki nógu vinsælir hjá Íslendingum á veturna. Þeirri kynslóð sem nú ber uppi efnahag landsins og þar af leiðandi jólaverslunina er sennilega enn í fersku minni að fjúka um Laugaveginn í kafaldsbyl og stinga sér öðru hverju inn í pínulitlar, troðfullar, sjóðheitar búðir þar sem maður var alltaf með rassinn á einhverjum fullorðnum í andlitinu. Rómantík Laugavegarins er samt augljós allan ársins hring, einkum um jólaleytið. Þegar beygt er inn á Laugaveg af Snorrabraut blasir hins vegar við stóreflis ljósaskilti frá innheimtuþjónustunni Intrum sem minnir vegfarendur á að eyða ekki um efni fram, annars verði allur varningurinn endurheimtur. Ekki gera ekki neitt en ekki gera of mikið heldur. Yfir Smáralindinni gnæfir Deloitte-turninn og sést úr öllum áttum. Skilaboð turnsins eru einföld og þarfnast ekki endurskoðunar: hér geturðu fengið allt sem hugurinn girnist, svo kemurðu bara með kvittanirnar til okkar og við sjáum um endurgreiðslu frá skattinum. Þegar að Kringlunni er komið er helsta kennileitið Hús verslunarinnar, myndarleg og rismikil bygging sem sendir mjög ákveðin skilaboð með löngutangarlíki til himins: hér skal verslað, hugsum ekki um óþarfa smámuni eins og hvort við eigum fyrir því. Beint á móti Húsi verslunarinnar er svo tryggingafélag, svona til að hnykkja á því að þetta reddast. Allt saman. Kannski Laugavegurinn verði betur sóttur fyrir þessi jól en undanfarin ár.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar