Íslenskar Frostrósir fluttar út til Noregs og Svíþjóðar 23. október 2009 04:00 Frostrósir „Við erum engir útrásarvíkingar. Við erum bara að flytja út það sem við kunnum best,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa-tónleikanna. Sams konar jólatónleikar og hafa verið haldnir hér á landi undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Þarlendir listamenn verða í aðalhlutverki með gestasöngvurum frá Íslandi. „Þetta verður gott tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn,“ segir Samúel sem bindur miklar vonir við verkefnið. Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð verða haldnir í desember í stórum tónleikahöllum sem rúma 5 til 15 þúsund manns. Þeim verður sjónvarpað á einkastöðvunum TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er sú stærsta þar í landi. „Konseptið á bak við dívurnar og vörumerkið Frostrósir fannst þeim mjög spennandi. Í samstarfi við stöðvarnar töldum við að þetta myndi eiga dúndrandi möguleika.“ Verkefnið mun skapa að minnsta kosti tuttugu ársstörf hér á landi fyrir tæknimenn, hljóðfæraleikara og fleiri aðila, því ætlunin er að undirbúa tónleikana að mestu leyti á Íslandi. Verkefnið er kostnaðarsamt en áhættunnar virði að mati Samúels. „Þetta er náttúrlega mikill pakki. Við erum búin að vinna að þessu hátt í fjögur ár. Það er mikil fjárfesting í vinnu að baki og svo kostar þetta allt peninga en áhættan verður mest hjá samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir til viðbótar hafa sýnt verkefninu áhuga og því ljóst að Frostrósa-ævintýrið er rétt að byrja. Segja má að útrás Frostrósa hafi byrjað með tónleikum í Hallgrímskirkju árið 2006 þar sem Sissel Kirkjebö og fleiri erlendar dívur voru á meðal gesta. Tónleikunum var sjónvarpað í yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum og talið er að yfir 150 milljónir manna hafi horft á. „Við ætluðum að reyna að gera það að hefð að senda út alþjóðlega tónleika héðan. Síðan fór allt að gerast sem hefur gerst og enginn aðgangur var lengur að fjármagni. Þá snerum við blaðinu við og ákváðum að fara með konseptið til valinna landa,“ segir Samúel. Frostrósir til útlanda Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi.fréttablaðið/vilhelm Hugmyndin um að erlendir söngvarar komi hingað til lands á vegum Frostrósa er þó ekki dauð úr öllum æðum því til stendur að taka upp Frostrósa-mynddisk á Akureyri og í nágrenni. „Við höfum verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld fyrir norðan og vonandi getum við gert þetta. Þetta yrði tekið upp í ýmsum kirkjum og flottum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Tvennir Frostrósa-tónleikar verða í Laugardalshöll og í Höllinni á Akureyri í desember og einnig verða tónleikar haldnir víðar um landið. Miðaverð hefur hækkað um þúsund krónur frá því sem verið hefur og er núna á bilinu 4.990 til 9.990 krónur, sem er að sögn Samúels sambærilegt við aðra stóra tónleika hér á landi. Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Við erum engir útrásarvíkingar. Við erum bara að flytja út það sem við kunnum best,“ segir Samúel Kristjánsson, einn af skipuleggjendum Frostrósa-tónleikanna. Sams konar jólatónleikar og hafa verið haldnir hér á landi undanfarin sjö ár eru fyrirhugaðir bæði í Noregi og Svíþjóð á næsta ári. Þarlendir listamenn verða í aðalhlutverki með gestasöngvurum frá Íslandi. „Þetta verður gott tækifæri fyrir íslenska tónlistarmenn,“ segir Samúel sem bindur miklar vonir við verkefnið. Tónleikarnir í Noregi og Svíþjóð verða haldnir í desember í stórum tónleikahöllum sem rúma 5 til 15 þúsund manns. Þeim verður sjónvarpað á einkastöðvunum TV2 í Noregi og TV4 í Svíþjóð, sem er sú stærsta þar í landi. „Konseptið á bak við dívurnar og vörumerkið Frostrósir fannst þeim mjög spennandi. Í samstarfi við stöðvarnar töldum við að þetta myndi eiga dúndrandi möguleika.“ Verkefnið mun skapa að minnsta kosti tuttugu ársstörf hér á landi fyrir tæknimenn, hljóðfæraleikara og fleiri aðila, því ætlunin er að undirbúa tónleikana að mestu leyti á Íslandi. Verkefnið er kostnaðarsamt en áhættunnar virði að mati Samúels. „Þetta er náttúrlega mikill pakki. Við erum búin að vinna að þessu hátt í fjögur ár. Það er mikil fjárfesting í vinnu að baki og svo kostar þetta allt peninga en áhættan verður mest hjá samstarfsaðilunum.“ Þrjár þjóðir til viðbótar hafa sýnt verkefninu áhuga og því ljóst að Frostrósa-ævintýrið er rétt að byrja. Segja má að útrás Frostrósa hafi byrjað með tónleikum í Hallgrímskirkju árið 2006 þar sem Sissel Kirkjebö og fleiri erlendar dívur voru á meðal gesta. Tónleikunum var sjónvarpað í yfir tuttugu löndum í fimm heimsálfum og talið er að yfir 150 milljónir manna hafi horft á. „Við ætluðum að reyna að gera það að hefð að senda út alþjóðlega tónleika héðan. Síðan fór allt að gerast sem hefur gerst og enginn aðgangur var lengur að fjármagni. Þá snerum við blaðinu við og ákváðum að fara með konseptið til valinna landa,“ segir Samúel. Frostrósir til útlanda Samúel Kristjánsson segir að verkefnið hafi tekið um það bil fjögur ár í undirbúningi.fréttablaðið/vilhelm Hugmyndin um að erlendir söngvarar komi hingað til lands á vegum Frostrósa er þó ekki dauð úr öllum æðum því til stendur að taka upp Frostrósa-mynddisk á Akureyri og í nágrenni. „Við höfum verið í góðu samstarfi við bæjaryfirvöld fyrir norðan og vonandi getum við gert þetta. Þetta yrði tekið upp í ýmsum kirkjum og flottum stöðum á Eyjafjarðarsvæðinu.“ Tvennir Frostrósa-tónleikar verða í Laugardalshöll og í Höllinni á Akureyri í desember og einnig verða tónleikar haldnir víðar um landið. Miðaverð hefur hækkað um þúsund krónur frá því sem verið hefur og er núna á bilinu 4.990 til 9.990 krónur, sem er að sögn Samúels sambærilegt við aðra stóra tónleika hér á landi.
Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira