Viðskipti erlent

Forstjóri Magasin mjög ánægður með kaup Debenhams

Jón Björnsson forstjóri Magasin du Nord er mjög ánægður með kaup bresku verslunarkeðjunnar Debenhams á dönsku stórversluninni. „Það er óskastaða fyrir Magasin að vera nú komið í eigu verslunarmanna," segir Jón í samtali við börsen.dk.

„Debenhams er einhver best rekna verslunarkeðja Evrópu með mikla þekkingu innanbúðar," segir Jón og bætir því við að sökum stærðar sinnar geti Debenhams fengið hagstæðari kjör á innkaupum sínum og að slíkt komi Magasin til góða.

Jón Björnsson bætir því við að þar fyrir utan sé Debenhams með mikið af eigin vörumerkjum og að slíkt muni styrkja vöruúrval Magasin og styðja við þeirra eigin norrænu og alþjóðlegu vörumerki.

Þá kemur fram í máli Jóns að Magasin sé sterkt vörumerki á danska markaðinum og að nú hafi verslunin traustan grunn til að byggja á í framtíðinni. „Við munum verða enn sterkari í framtíðinni," segir Jón.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×