Innlent

Þefvís lögregla kemur upp um kannabisræktun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í íbúð í fjölbýlishúsi í Háaleiti í gærmorgun. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust um 160 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar. Á sama stað var einnig lagt hald á 25 grömm af marijúana. Húsráðandi, karl á þrítugsaldri, játaði aðild sína að málinu.

Í fyrradag var jafnframt stöðvuð kannabisræktun í íbúð í miðborginni eftir að lögreglumaður fann kannabislykt leggja frá ónefndu húsi. Það leiddi síðan til húsleitar en á áðurnefndum stað fundust 35 kannabisplöntur í fullum blóma og voru þær allar af stærri gerðinni. Íbúðin var mannlaus þegar lögreglan kom á vettvang en fyrir liggur hver stendur að baki ræktuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×