Þúsundir sitja í skuldafangelsi í Dubai 16. desember 2009 09:39 Það eru ekki bara bankar og fastiegnabraskarar sem finna fyrir niðursveiflunni í Dubai. Þúsundir sitja þar nú í skuldafangelsi og sökum þessa fjölda eru fangelsi landsins yfirfull.Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF), sem Dubai tilheyrir, eru einn af örfáum stöðum í heiminum þar sem skuldafangelsi tilheyra daglegu lífi þegna þessara landa, Nú sitja um 10.000 manns í skuldafangelsum innan landamæra SAF, flestir þeirra í Dubai, samkvæmt nýrri skýrslu frá þjóðarráði SAF.„Dubai sýnir enga miskunn þeim sem einstaklingum eða fyrirtækjum sem verða gjaldþrota. Ef þúi getur ekki greitt reikninga þína líða 72 tímar þar til lögreglan bankar á dyrnar, handtekur þig og skutlar í næsta fangelsi," segir pakistaninn Ahmad Sahota í samtali við norsku vefsíðuna e24.no. „Þér er síðan haldið í fangelsi þar til þú eða fjölskylda þín borgar skuldirnar. Fangelsin eru full og þau eru ekki skemmtilegur staður til að dvelja í fyrir útlendinga."Annar heimildarmaður e.24.no segir að vandamálið sem mun verra en stjórnvöld gefa í skyn. „Ef heimurinn vissi hvernig skuldaþrælarnir eru meðhöndlaðir og hve margir persónulegir harmleikir eru á bakvið kerfið myndu furstadæmin tapa töluvert af virðingu sinni," segir heimildarmaðurinn sem er opinber starfsmaður í SAF.Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu námu persónulegar skuldir þegna SAF 695 milljörðum dirhams eða um 23.000 milljörðum kr. árið 2007 og höfðu aukist um 540 milljarða dirhams frá árinu 2000. Stjórnvöld vilja ekki gefa upp hve háar fjárhæðir sé um að ræða árin 2008 og 2009.Norski fjármálamaðurinn Thomas Öye hefur búið í Dubai síðan 2001. Hann segir að efnahagur landsins muni aðeins fara versnandi í náinni framtíð og hann hefur ekki trú á því að skuldafangelsanir muni bæta þá stöðu.„Þetta batnar ekki við að setja fólk í skuldafangelsi og gera stöðuna þanmnig vonlausa fyrir marga. Þar er litla hjálp að fá hvað þá skilning. Skuldafangelsin eru yfirfull," segir Öye.Það sem af er árinu hafa yfir 3.000 bílar verið skildir eftir við flugvöllinn í Dubai. Þeir eru merki um flótta fólk undan skuldum sínum í landinu. Í mörgum þessara bíla hafa fundist afsökunarbréf stíluð á banka viðkomandi, að því er segir í nýlegri frétt í New York Times.Hér má nefna að útlendingar geti ekki gengið atvinnulausir í Dubai. Hafi þeir verið án atvinnu í meir en þrjá sólarhringa eru þeir settir upp í næstu flugvél, það er ef þeir eru skuldlausir því þá eru þeir settir í næsta fangelsi.Í umfjöllun e.24.no segir að skuldafangelsi hafi verið lögð af í Noregi árið 1874. Þau voru hinsvegar við lýði í Grikklandi allt fram að upphafi síðasta árs. Þá ákváðu stjórnvöld í Grikklandi að skuldafangelsi væru brot á stjórnarskrá landsins. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Það eru ekki bara bankar og fastiegnabraskarar sem finna fyrir niðursveiflunni í Dubai. Þúsundir sitja þar nú í skuldafangelsi og sökum þessa fjölda eru fangelsi landsins yfirfull.Sameinuðu arabísku furstadæmin (SAF), sem Dubai tilheyrir, eru einn af örfáum stöðum í heiminum þar sem skuldafangelsi tilheyra daglegu lífi þegna þessara landa, Nú sitja um 10.000 manns í skuldafangelsum innan landamæra SAF, flestir þeirra í Dubai, samkvæmt nýrri skýrslu frá þjóðarráði SAF.„Dubai sýnir enga miskunn þeim sem einstaklingum eða fyrirtækjum sem verða gjaldþrota. Ef þúi getur ekki greitt reikninga þína líða 72 tímar þar til lögreglan bankar á dyrnar, handtekur þig og skutlar í næsta fangelsi," segir pakistaninn Ahmad Sahota í samtali við norsku vefsíðuna e24.no. „Þér er síðan haldið í fangelsi þar til þú eða fjölskylda þín borgar skuldirnar. Fangelsin eru full og þau eru ekki skemmtilegur staður til að dvelja í fyrir útlendinga."Annar heimildarmaður e.24.no segir að vandamálið sem mun verra en stjórnvöld gefa í skyn. „Ef heimurinn vissi hvernig skuldaþrælarnir eru meðhöndlaðir og hve margir persónulegir harmleikir eru á bakvið kerfið myndu furstadæmin tapa töluvert af virðingu sinni," segir heimildarmaðurinn sem er opinber starfsmaður í SAF.Samkvæmt fyrrgreindri skýrslu námu persónulegar skuldir þegna SAF 695 milljörðum dirhams eða um 23.000 milljörðum kr. árið 2007 og höfðu aukist um 540 milljarða dirhams frá árinu 2000. Stjórnvöld vilja ekki gefa upp hve háar fjárhæðir sé um að ræða árin 2008 og 2009.Norski fjármálamaðurinn Thomas Öye hefur búið í Dubai síðan 2001. Hann segir að efnahagur landsins muni aðeins fara versnandi í náinni framtíð og hann hefur ekki trú á því að skuldafangelsanir muni bæta þá stöðu.„Þetta batnar ekki við að setja fólk í skuldafangelsi og gera stöðuna þanmnig vonlausa fyrir marga. Þar er litla hjálp að fá hvað þá skilning. Skuldafangelsin eru yfirfull," segir Öye.Það sem af er árinu hafa yfir 3.000 bílar verið skildir eftir við flugvöllinn í Dubai. Þeir eru merki um flótta fólk undan skuldum sínum í landinu. Í mörgum þessara bíla hafa fundist afsökunarbréf stíluð á banka viðkomandi, að því er segir í nýlegri frétt í New York Times.Hér má nefna að útlendingar geti ekki gengið atvinnulausir í Dubai. Hafi þeir verið án atvinnu í meir en þrjá sólarhringa eru þeir settir upp í næstu flugvél, það er ef þeir eru skuldlausir því þá eru þeir settir í næsta fangelsi.Í umfjöllun e.24.no segir að skuldafangelsi hafi verið lögð af í Noregi árið 1874. Þau voru hinsvegar við lýði í Grikklandi allt fram að upphafi síðasta árs. Þá ákváðu stjórnvöld í Grikklandi að skuldafangelsi væru brot á stjórnarskrá landsins.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira