Innlent

Miðbaugs-maddaman er laus úr gæsluvarðhaldi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Catalina rak vændishús í þessu húsnæði á Hverfisgötu. Fréttablaðið/GVA
Catalina rak vændishús í þessu húsnæði á Hverfisgötu. Fréttablaðið/GVA

Catalina Mikue Ncogo, sem stundum hefur verið kölluð Miðbaugs-maddaman, er laus úr gæsluvarðhaldi. Catalina er grunuð um aðild að nokkuð umfangsmiklu smygli á fíkniefnum hingað til lands og sat í gæsluvarðhaldi þar til í gær vegna þess. Lögreglan fór ekki fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en hún mun sæta farbanni til 10 júní, samkvæmt úrskurði héraðsdóms.



Fram kom í Fréttablaðinu í síðustu viku að Catalina er talin tengjast tveimur belgískum konum sem voru dæmdar í tíu mánaða fangelsi fyrir að flytja til landsins ríflega 350 grömm af kókaíni innvortis 12. apríl. Þá er Catalina jafnframt talin tengjast belgískum karlmanni sem handtekinn var í Leifsstöð með fíkniefni innvortis en flúði síðan úr haldi lögreglu. Hann náðist hálfum sólarhring síðar.



Catalina er íslenskur ríkis­borgari en ættuð frá Miðbaugs-Gíneu. Hún sætti gæsluvarðhaldi um miðjan febrúar. Þá hafði hún verið handtekin í Leifsstöð við komuna til landsins, grunuð um mansal og að hafa ætlað að flytja tólf kíló af kókaíni til landsins í samstarfi við kærasta sinn. Mansalsgrunurinn beindist að vændisstarfsemi sem Catalina hefur rekið hérlendis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×