AGS íhugar tryggingargjald á banka 9. nóvember 2009 13:45 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira