Viðskipti erlent

Fimm bandarískir bankar gjaldþrota um helgina

Fimm bandarískir bankar urðu gjaldþrota um helgina og er fjöldi gjaldþrota banka í Bandaríkjunum á þessu ári því orðinn 120.

Í frétt um málið á CNN Money segir að stærsti bankinn sem komst í þrot um helgina hafi verið United Commercial Bank sem rak 63 útibú í Bandaríkjunum auk útibúa í Hong Kong og Sjanghæ. Innistæður í bankanum námu 7,5 milljörðum dollara. East West Bank í Pasadena hefur yfirtekið reksturinn á starfsemi United Commercial Bank.

Hinir bankarnir fjórir voru minni héraðsbankar í Bandaríkjunum en alls eru eignir þessara banka metnar á 11,6 milljarða dollara.

Fram kemur í fréttinni að helgin muni kosta innistæðutryggingarsjóð Bandaríkjamanna um 1,5 milljarða dollara í auknum útgjöldum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×