TM lánaði Samherja milljarð til að kaupa hlut í TM Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 9. nóvember 2009 18:29 Tryggingarmiðstöðin, undir forystu Óskars Magnússonar, braut lög þegar félagið lánaði Samherja einn milljarð króna til að kaupa hlut í sjálfu sér árið 2006. Óskar segir að endurskoðandi hafi gert athugasemdir við lánið. Fjármálaeftirlitið hunsaði kvörtun stjórnarmanna TM vegna málsins. Óskar Magnússon var forstjóri TM frá árinu 2004 og lét af störfum seint í hittiðfyrra. Á meðan Óskar stýrði félaginu og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, aðstoðarmaður Guðbjargar Matthíasdóttur þá stærsta eiganda TM, var stjórnarformaður fór fram mikil valdabarátta um yfirráð í félaginu. Vorið 2006 voru stærstu hluthafar félagsins Kristinn ehf, í eigu Guðbjargar og félög tengd fjárfestingarfélaginu Sundi. Aðrir smærri hluthafar voru tengdir Guðbjörgu, s.s. félög í eigu Geirs Zöega og fjölskyldu og Gunnlaugur Sævar sjálfur. Sund sem átti um 38% hlut vildi stækka við sig vorið 2006. Þá ákvað Gunnlaugur Sævar að efna kaupréttarsamning við Óskar sem á sama tíma veitti stærsta útgerðarfélagi landsins, Samherja, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, lán upp á einn milljarð króna til að kaupa eigin bréf Tryggingarmiðstöðvarinnar. Samherji var þá einn af stærstu viðskiptavinum TM sem aftur átti 10% hlut í útgerðarfélaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lánveitingin aldrei borin undir stjórn félagsins. Þegar hún hvissaðist út tóku nokkrir stjórnarmenn sig til og sendu kvörtun til Fjármálaeftirlitsins. Liður í þeirri kvörtun var umrætt lán til Samherja en þeir lögfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja lánið hafa verið ólöglegt. Í hlutafélagalögum segir að hlutafélag megi ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í málið hjá Fjármálaeftirlitinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur Samherji nú greitt upp lánið. Óskar, Guðbjörg og Þorsteinn Már eru í dag hluthafar í Þórsmörk sem á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Óskar sagði í samtali við fréttastofu að endurskoðandi hafi gert athugasemd við frágang á lánveitingunni og hefði málið strax verið sett í annan farveg. Þannig hefði hann skilið við málið þegar hann lét af störfum. Hann segir eðlilegt að lánveitingin og salan á eigin bréfum félagsins til Samherja hafi ekki verið borin undir stjórnina. Þá kannast Óskar ekki við að valdabarátta hafi verið um yfirráð félagsins. Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Tryggingarmiðstöðin, undir forystu Óskars Magnússonar, braut lög þegar félagið lánaði Samherja einn milljarð króna til að kaupa hlut í sjálfu sér árið 2006. Óskar segir að endurskoðandi hafi gert athugasemdir við lánið. Fjármálaeftirlitið hunsaði kvörtun stjórnarmanna TM vegna málsins. Óskar Magnússon var forstjóri TM frá árinu 2004 og lét af störfum seint í hittiðfyrra. Á meðan Óskar stýrði félaginu og Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, aðstoðarmaður Guðbjargar Matthíasdóttur þá stærsta eiganda TM, var stjórnarformaður fór fram mikil valdabarátta um yfirráð í félaginu. Vorið 2006 voru stærstu hluthafar félagsins Kristinn ehf, í eigu Guðbjargar og félög tengd fjárfestingarfélaginu Sundi. Aðrir smærri hluthafar voru tengdir Guðbjörgu, s.s. félög í eigu Geirs Zöega og fjölskyldu og Gunnlaugur Sævar sjálfur. Sund sem átti um 38% hlut vildi stækka við sig vorið 2006. Þá ákvað Gunnlaugur Sævar að efna kaupréttarsamning við Óskar sem á sama tíma veitti stærsta útgerðarfélagi landsins, Samherja, sem er í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, lán upp á einn milljarð króna til að kaupa eigin bréf Tryggingarmiðstöðvarinnar. Samherji var þá einn af stærstu viðskiptavinum TM sem aftur átti 10% hlut í útgerðarfélaginu. Samkvæmt heimildum fréttastofu var lánveitingin aldrei borin undir stjórn félagsins. Þegar hún hvissaðist út tóku nokkrir stjórnarmenn sig til og sendu kvörtun til Fjármálaeftirlitsins. Liður í þeirri kvörtun var umrætt lán til Samherja en þeir lögfræðingar sem fréttastofa hefur rætt við í dag segja lánið hafa verið ólöglegt. Í hlutafélagalögum segir að hlutafélag megi ekki veita lán til að fjármagna kaup á hlutum í félaginu eða móðurfélagi þess. Engin niðurstaða fékkst hins vegar í málið hjá Fjármálaeftirlitinu. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar hefur Samherji nú greitt upp lánið. Óskar, Guðbjörg og Þorsteinn Már eru í dag hluthafar í Þórsmörk sem á Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Óskar sagði í samtali við fréttastofu að endurskoðandi hafi gert athugasemd við frágang á lánveitingunni og hefði málið strax verið sett í annan farveg. Þannig hefði hann skilið við málið þegar hann lét af störfum. Hann segir eðlilegt að lánveitingin og salan á eigin bréfum félagsins til Samherja hafi ekki verið borin undir stjórnina. Þá kannast Óskar ekki við að valdabarátta hafi verið um yfirráð félagsins.
Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira