Brawn: Bruno Senna gæti blómstrað 9. nóvember 2009 10:44 Ayrton heitin Senna og frændi hans Bruno Senna. Frændi hins heimsþekkta Ayrtons Senna, Bruno Senna keppir í Formúlu 1 á næsta ári og Ross Brawn, eigandi heimsmeistaraliðsins telur að hann geti orðið góður í Formúlu 1. Í fyrra spáði Brawn í að ráða Senna til Honda liðsins, sem síðar varð Brawn, en kaus að nýta krafta Rubens Barrichello vegna reynslunnar. "Senna var besti ungi ökumaðurinn sem við prófuðum og gerði góða hluti á æfingum", sagði Brawn. Senna hefur verið ráðinn ökumaður hjá Campos liðinu, sem er nýtt Formúlu 1 lið frá Spáni. Það er í eigu Adrian Campos sem er fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Mig hlakkar til að sjá hvernig Senna stendur sig, en það verður nokkur pressa að bera Senna eftirnafnið í Formúlu 1. Hann er í toppformi og getur æft sig í ökuhermi og kart kappakstri. Michael Schumacher æfði sig mikið á kart bílum og hélt sér þannig ferskum", sagði Brawn. Senna keppti í sportbílakappakstri á þessu ári og afþakkaði sæti hjá Mercedes í DTM mótaröðinni í upphafi tímabilsins. Draumur hans um sæti í Formúlu 1 hefur nú ræst, eftir að Brawn hafnaði honum í fyrra. Allt bendir til þess að Brawn ráði Nico Rosberg og Jenson Button til liðsins á næsta ári. Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Frændi hins heimsþekkta Ayrtons Senna, Bruno Senna keppir í Formúlu 1 á næsta ári og Ross Brawn, eigandi heimsmeistaraliðsins telur að hann geti orðið góður í Formúlu 1. Í fyrra spáði Brawn í að ráða Senna til Honda liðsins, sem síðar varð Brawn, en kaus að nýta krafta Rubens Barrichello vegna reynslunnar. "Senna var besti ungi ökumaðurinn sem við prófuðum og gerði góða hluti á æfingum", sagði Brawn. Senna hefur verið ráðinn ökumaður hjá Campos liðinu, sem er nýtt Formúlu 1 lið frá Spáni. Það er í eigu Adrian Campos sem er fyrrum Formúlu 1 ökumaður. "Mig hlakkar til að sjá hvernig Senna stendur sig, en það verður nokkur pressa að bera Senna eftirnafnið í Formúlu 1. Hann er í toppformi og getur æft sig í ökuhermi og kart kappakstri. Michael Schumacher æfði sig mikið á kart bílum og hélt sér þannig ferskum", sagði Brawn. Senna keppti í sportbílakappakstri á þessu ári og afþakkaði sæti hjá Mercedes í DTM mótaröðinni í upphafi tímabilsins. Draumur hans um sæti í Formúlu 1 hefur nú ræst, eftir að Brawn hafnaði honum í fyrra. Allt bendir til þess að Brawn ráði Nico Rosberg og Jenson Button til liðsins á næsta ári.
Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Draumaprinsinn Benóný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira