Brown vill lög til að koma í veg fyrir launabónusa Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. september 2009 10:46 Gordon Brown ætlar að banna bónuslaunakerfi. Mynd/ AFP. Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. Brown sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að stjórnendur bankanna skildu ekki hvílíkan skaða þeir hefðu unnið hagkerfinu og hann ætlaði að grípa til sinna ráða til þess að beina þeim inn á réttar brautir. „Við ætlum að hreinsa upp kerfið í eitt skipti fyrir öll," sagði Brown. „Þetta verða hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til í heiminum," sagði Brown jafnframt. „Við ætlum ekki að standa hjá og snúa aftur til gamalla tíma," bætti hann við. Brown ætlar að breyta lögum um Fjármálaeftirlitið þannig að það fái heimild til að hindra bankastjórnendur í að taka of mikla áhættu. Fyrirtæki sem muni ekki hlýða þessum lögum muni sæta refsingum. Hann sagði að þessi nýju lög væru nauðsynleg því að það væru vísbendingar um að bankarnir væru að fara aftur í að greiða háar launafjárhæðir sem voru meðal annars hvatinn að mikilli áhættusækni sem leiddi til fjármálakreppunnar. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, ætlar að banna bónuslaunakerfi sem tíðkaðist í bönkunum fyrir fjármálakreppu. Hann ætlar að neyða bankana til þess að hegða sér með ábyrgari hætti. Brown sagði í samtali við BBC, breska ríkisútvarpið, í morgun að stjórnendur bankanna skildu ekki hvílíkan skaða þeir hefðu unnið hagkerfinu og hann ætlaði að grípa til sinna ráða til þess að beina þeim inn á réttar brautir. „Við ætlum að hreinsa upp kerfið í eitt skipti fyrir öll," sagði Brown. „Þetta verða hörðustu aðgerðir sem gripið hefur verið til í heiminum," sagði Brown jafnframt. „Við ætlum ekki að standa hjá og snúa aftur til gamalla tíma," bætti hann við. Brown ætlar að breyta lögum um Fjármálaeftirlitið þannig að það fái heimild til að hindra bankastjórnendur í að taka of mikla áhættu. Fyrirtæki sem muni ekki hlýða þessum lögum muni sæta refsingum. Hann sagði að þessi nýju lög væru nauðsynleg því að það væru vísbendingar um að bankarnir væru að fara aftur í að greiða háar launafjárhæðir sem voru meðal annars hvatinn að mikilli áhættusækni sem leiddi til fjármálakreppunnar.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira