Handbolti

Slæmt tap hjá Degi og félögum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin.
Dagur Sigurðsson, þjálfari Füchse Berlin. Mynd/Leo Hagen
Füchse Berlin tapaði í dag fyrir Göppingen á heimavelli, 32-31, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Dagur Sigurðsson er þjálfari Füchse Berlín sem tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í dag. Liðið hefur einnig unnið einn leik og gert tvö jafntefli.

Rúnar Kárason komst ekki á blað í dag en Lars Kaufmann fór mikinn í liði Göppingen og skoraði tíu mörk.

Þá vann Magdeburg sigur á Hannover-Burgdorf, 34-28. Hannes Jón Jónsson var ekki á meðal markaskorara síðarnefnda liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×