Handbolti

„Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“

Sindri Sverrisson skrifar
Þorsteinn Leó kom vel inn í síðari hálfleik og skoraði úr öllum fimm skotum sínum.
Þorsteinn Leó kom vel inn í síðari hálfleik og skoraði úr öllum fimm skotum sínum. Vísir/Vilhelm

„Þeir voru klárlega slakari aðilinn í dag en þetta var skemmtilegur leikur. Það gekk flest allt upp sem við vorum að gera,“ sagði Þorsteinn Leó Gunnarsson eftir flotta frammistöðu sína og Íslands í stórsigrinum gegn Kúbu á HM í handbolta í kvöld.

Ísland slakaði aldrei á klónni í kvöld og vann með 21 marks mun, 40-19. Eftir tvo auðvelda mótherja bíður því Íslands nú úrslitaleikur í G-riðli við Slóveníu á mánudagskvöld.

„Við ætluðum bara að vinna leikinn eins stórt og við gátum. Við ætluðum ekki að slaka neitt á og auðvitað kemur maður bara rétt inn stemmdur og reynir að auka forskotið,“ sagði Þorsteinn Leó sem kom af krafti inn í seinni hálfleikinn.

Klippa: Þorsteinn eftir sigurinn gegn Kúbu

Þorsteinn skoraði úr öllum fimm skotum sínum í leiknum: „Þetta var fínt í dag og við sjáum til hvernig þetta heldur áfram.“

„Þetta er búið að vera fínt [hjá liðinu]. Við höfum spilað fínan handbolta og þurfum að halda því áfram. Slóvenar eru auðvitað töluvert betri en þessir andstæðingar og við þurfum að vera vel klárir og negla á þetta,“ sagði Þorsteinn, spenntur fyrir mánudeginum:

„Þeir eru með mjög sterkt lið, og við líka. Þetta verður hörkuleikur og við þurfum að mæta klárir í hann.“


Tengdar fréttir

„Ekki minn stíll að vera í felu­leik með Aron“

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands, var mættur í viðtal hjá Vali Páli Eiríkssyni strax eftir öruggan sigur Íslands á Kúbu í kvöld en strákarnir okkar fóru með sannfærand 21 marks sigur af hólmi.

Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann 21 marks sigur á Kúbu, 41-19, í öðrum leik sínum á heimsmeistaramótinu í handbolta. Þetta var fagmannleg afgreiðsla hjá strákunum okkar og eftir tvo fyrstu leikina er íslenska liðið búið að stimpla marga menn inn í mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×