Lífið

Kennir Agli og Steingrími J. mannasiði

Egill kennir Agli Helgasyni og Steingrími J. Sigfússyni mannasiði í nýrri bók sinni.
Egill kennir Agli Helgasyni og Steingrími J. Sigfússyni mannasiði í nýrri bók sinni.

„Þetta er ekkert gert til að drulla yfir menn. Maður er bara að fara yfir góða mannasiði sem mér finnst vanta,“ segir Egill „Þykki“ Einarsson, eða Gillzenegger, um væntanlega bók sína Mannasiðir Gillz. Þar skýtur hann föstum skotum að þjóðþekktum aðilum á borð við Egil Helgason, Steingrím J. Sigfússon, Haffa Haff og Bjarna töframann. „Ég neyddist til að minnast á Bjarna töframann,“ segir „Þykki“. „Þetta eru menn sem þyrftu á því að halda að skottast út í búð og ná sér í Mannasiðabókina.“

Í einum kafla bókarinnar lýsir hann reynslu sinni af kvenkyns nuddurum sem hafa óæskileg áhrif á „litla hershöfðingjann“. Þar segir: „Til að forðast vandræðaleg móment er gott að byrja, rétt áður en þú heldur að nuddarinn vilji að þú snúir þér, að ímynda þér Egil Helgason á g-streng. Það hefur gefist mér vel enda sofnar hershöfðinginn með það sama.“

„Þykki“ gerir sér grein fyrir því að menn séu misviðkvæmir og til að hafa vaðið fyrir neðan sig ætlar hann að láta lögfræðing fara yfir textann áður en endanleg útgáfa fer í prentun.

„Eins og maður hefur margoft rekið sig á hérna á klakanum þá má maður aldrei segja neitt, þá verður allt vitlaust. Ég neyðist örugglega til að láta lögmann forlagsins renna yfir þetta,“ segir „Þykki“, sem hefur sjálfur fengið á sig kærur vegna ummæla á síðunni Gillz.is. „Það eru örugglega einhverjir sem verða pirraðir. Þetta er svo lítið land og það eru allir svo hörundssárir og viðkvæmir.“ - fb

egill helgason Egill þarf að laga mannasiði sína samkvæmt nafna sínum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.