Lífið

Kyssir aðeins kærastann

Leona Lewis neitaði að taka þátt í kossasenu í nýju tónlistarmyndbandi.
Leona Lewis neitaði að taka þátt í kossasenu í nýju tónlistarmyndbandi.

Breska X-Factor stjarnan Leona Lewis neitaði Chace Crawford, úr þáttunum Gossip Girl, um koss í nýju tónlistarmyndbandi sínu. Lewis segist ekki vilja kyssa aðra karlmenn af tillitssemi við kærasta sinn, Lou Al-Chamaa.

„Leikstjórinn vildi kossasenu í myndbandinu en ég þvertók fyrir það. Það hefði einfaldlega orðið of vandræðalegt því við erum vinir. Hann er mjög myndarlegur, lítið bara á hann! En ég hef engan áhuga á honum þannig. Og það væri ekki réttlátt gagnvart Lou ef ég væri að kyssa aðra karlmenn,“ sagði söngkonan.

Myndbandið sem um ræðir er fyrir smáskífulagið I Will Be af nýrri plötu söngkonunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.