Loeb fær ekki keppa í Abu Dhabi 22. október 2009 09:28 Michael Schumacher og Sebastian Loeb ræða málin. Loeb hefur prófað Formúlu 1 bíl og sýndi góða takta í prófunum í Barcelona. Mynd: Getty Images FIA hefur hafnað Sebastian Loeb um leyfi til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi, en Torro Rosso liðið hefur unnið að því að fá heimsmeistarann um borð í bíl sinn í lokamót ársins. En FIA telur að Loeb uppfylli ekki þau skilyrði sem til þarf til að fá ofurskírteinið svokallaða sem Formúlu 1 ökumenn þurfa til að geta keppt. Loeb er margfaldur meistari í rallakstri og keppir um helgina í lokamótinu í heimsmeistaramótinu í Bretlandi og gæti orðið meistari. Einvígi verður á milli hans og Miko Hirvonen. "Ég fékk ekki ofurskírteini frá FIA og fæ því ekki að keppa. Það er heldur ólíklegt að svipað tækifæri komi upp á borðið, en þar sem báðum stigamótum var raunverulega lokið, að þá var þetta kjörið. En ég græt þetta ekki og einbeiti mér í staðinn að rallmótinu um helgina", sagði Loeb. Um aðra helgi fer fram fyrsta rallmótið í Abu Dhabi og til stóð að Loeb tæki sæti annars Torro Rosso ökumannsins, en Red Bull sem á liðið hefur stutt Loeb síðustu ár. Þetta átti að vera gjöf fyrirtækisins til Loeb fyrir allt titlanna sem hann hefur unnið í rallakstri. "Ég mun grípa annað tækifæri til að keyra Formúlu 1 bíl ef það gefst. En það er spennandi rallkeppni framundan og jafnvel meira spennandi en kappakstur, þannig að ég er bara sáttur", sagði Loeb. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FIA hefur hafnað Sebastian Loeb um leyfi til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Abu Dhabi, en Torro Rosso liðið hefur unnið að því að fá heimsmeistarann um borð í bíl sinn í lokamót ársins. En FIA telur að Loeb uppfylli ekki þau skilyrði sem til þarf til að fá ofurskírteinið svokallaða sem Formúlu 1 ökumenn þurfa til að geta keppt. Loeb er margfaldur meistari í rallakstri og keppir um helgina í lokamótinu í heimsmeistaramótinu í Bretlandi og gæti orðið meistari. Einvígi verður á milli hans og Miko Hirvonen. "Ég fékk ekki ofurskírteini frá FIA og fæ því ekki að keppa. Það er heldur ólíklegt að svipað tækifæri komi upp á borðið, en þar sem báðum stigamótum var raunverulega lokið, að þá var þetta kjörið. En ég græt þetta ekki og einbeiti mér í staðinn að rallmótinu um helgina", sagði Loeb. Um aðra helgi fer fram fyrsta rallmótið í Abu Dhabi og til stóð að Loeb tæki sæti annars Torro Rosso ökumannsins, en Red Bull sem á liðið hefur stutt Loeb síðustu ár. Þetta átti að vera gjöf fyrirtækisins til Loeb fyrir allt titlanna sem hann hefur unnið í rallakstri. "Ég mun grípa annað tækifæri til að keyra Formúlu 1 bíl ef það gefst. En það er spennandi rallkeppni framundan og jafnvel meira spennandi en kappakstur, þannig að ég er bara sáttur", sagði Loeb. Sjá brautarlýsingu frá Abu Dhabi
Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira