Button vel fagnað í Bretlandi 22. október 2009 10:44 Bretar fögnuðu Jenson Button vel í vikunni. mynd: Getty Images Jenson Button hefur fengið höfðinglegar mótttökur hvar sem hann hefur komið við síðustu daga í heimalandinu í Bretlandi. Hann hitti almenning í fyrsta skipti á þriðjidaginn í sérstakri mótttöku í Lonodn og í gær hitti hann alla samstarfsmenn sína í höfuðstöðum Brawn í Brackley. "Það hafa margir lagt hönd á plóginn og við höfum upplifað erfiða tíma, en einhvern veginn tókst okkur að halda liðinu gangandi. Þið eigið þakkir skildar fyrir frábært starf", sagði Button við samstarfsmenn sína. Lengi vel leit út fyrir að Brawn liðið yrði ekki að veruleika og segja þurfti upp mörgum starfsmönnum fyrrum Honda liðsins, sem var lagt niður. En Ross Brawn tókst að bjarga liðinu og Virgin flugfélagið breska styrkti liðið til dáða allt árið. Bretinn Lewis Hamilton sem afsalar sér titilinum til Button sagði um nýja meistarann: Button veit að ég hef stutt hann og ég er búinn að óska honum til hamingju með árangurinn. Hann verður frábær fulltrúi fyrir íþrótt okkar. Það er líka gott að titilinn er ekki að fara frá Bretlandi og ég vona að við berjumst um titilinn á næsta ári. Við erum báðir stoltir af landi okkar og viljum verða þjóð okkar til sóma", sagði Hamilton. Sjá viðtal við Hamilton Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jenson Button hefur fengið höfðinglegar mótttökur hvar sem hann hefur komið við síðustu daga í heimalandinu í Bretlandi. Hann hitti almenning í fyrsta skipti á þriðjidaginn í sérstakri mótttöku í Lonodn og í gær hitti hann alla samstarfsmenn sína í höfuðstöðum Brawn í Brackley. "Það hafa margir lagt hönd á plóginn og við höfum upplifað erfiða tíma, en einhvern veginn tókst okkur að halda liðinu gangandi. Þið eigið þakkir skildar fyrir frábært starf", sagði Button við samstarfsmenn sína. Lengi vel leit út fyrir að Brawn liðið yrði ekki að veruleika og segja þurfti upp mörgum starfsmönnum fyrrum Honda liðsins, sem var lagt niður. En Ross Brawn tókst að bjarga liðinu og Virgin flugfélagið breska styrkti liðið til dáða allt árið. Bretinn Lewis Hamilton sem afsalar sér titilinum til Button sagði um nýja meistarann: Button veit að ég hef stutt hann og ég er búinn að óska honum til hamingju með árangurinn. Hann verður frábær fulltrúi fyrir íþrótt okkar. Það er líka gott að titilinn er ekki að fara frá Bretlandi og ég vona að við berjumst um titilinn á næsta ári. Við erum báðir stoltir af landi okkar og viljum verða þjóð okkar til sóma", sagði Hamilton. Sjá viðtal við Hamilton
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira