Innlent

Flosi úr lífshættu eftir bílveltu

Flosi Ólafsson leikari og rithöfundur er kominn úr lífshættu eftir bílslys sem hann lenti í skammt frá Borgarfjarðarbrúnni um kvölmatarleytið í gær. Flosi var að koma frá Reykjavík og á leið til heimilis síns í Reykholtsdal.

Að sögn Ólafs Flosasonar sonar hans fór stór vörubíll fram úr honum og við það missti Flosi stjórn á bílnum. Bíllinn fór þrjár veltur og varð að kalla til kranabíl frá Borgarnesi til að koma honum úr bílnum. Flosi hefur nú verið færður af gjörgæsludeild yfir á almenna deild á Landspítalanum á Hringbraut. Hann skarst töluvert mikið á líkamanum, braut nokkur rifbein og hlaut minniháttar höfuðmeiðsl. Ólafur segir að hann sé vankaður eftir slysið en betur hafi farið en áhorfðist í fyrstu. Flosi verður áttræður næsta þriðjudag.


Tengdar fréttir

Bílvelta við Borgarnes

Lögreglan í Borgarnesi fékk tilkynningu um bílveltu við afleggjarann að Hótel Venus rétt áður en komið er að brúnni um hálf sex leytið í kvöld. Ökumaður bílsins, sem var einn í bílnum, var fluttur á slysadeild í Fossvogi til skoðunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×