Ferrari forsetinn svekktur útaf Schumacher 12. ágúst 2009 08:25 Luca Badoer verður ökumaður í stað Felipe Massa, en ekki MIchael Schumacher. Luca Montezemolo, forseti Ferrari eru verulega svekktur að Michael Schumacher getur ekki keppt. Hann segir að Schumacher hafi verið eins og lítill spenntur strákur þegar honum var boðið að keyra bíl Felipe Massa og honum þyki verulega leitt að geta ekki keppt vegna meiðsla sem hann hlaut í mótorhjólaóhappi í febrúar. Í raun er með ólíkindum að Schumacher skyldi keppa í mótorhjólakappakstri, eins hættuleg íþrótt og það er, eftir að hafa ekið kappakstursbílum sem bjóða upp á mun meira öryggi. "Schumacher er á annari plánetu, þó hann sé 40 ára gamall. Ég vildi frekar fá meistara í bílinn en nokkurn annan. Formúlan þurfti á endurkomu hans að halda. Við ætlum að berjast fyrir því að fá þrjá bíla á næsta ári frá hverju liði þannig að Schumacher geti keppt þegar hann vill", sagði Montezemolo. "Ég var mjög svekktur þegar Schumacher hringdi í mig og sagði að hann gæti ekki keppt. En heilsan skiptir öllu máli og læknar fundu eitthvað sem var ekki eins og það á að vera. Schumacher fann fyrir eymslum þegar hann keyrði Ferrari um Mugello brautina. Hann var búinn að missa fjögur kíló og til alls líklegur. Núna leggjum við traust okkar á Luca Badoer, sem hefur verið sannur liðsmaður Ferrari og fornfús", sagði Montezemolo. Badoer hefur verið þróunarökumaður Ferrari í mörg ár, en hefur ekki keppt í Formúlu 1 í tíu ár. Hann æfði með Schumacher í síðustu viku á kartbíl. "Um leið og ég er glaður á fá tælifæri með Ferrari, þá er ég leiður fyrir hönd Schumachers, því hann var verulega spenntur að keppa á ný. Hann hringdi í mig og er boðinn og búinn að aðstoða mig", sagði Badoer. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari eru verulega svekktur að Michael Schumacher getur ekki keppt. Hann segir að Schumacher hafi verið eins og lítill spenntur strákur þegar honum var boðið að keyra bíl Felipe Massa og honum þyki verulega leitt að geta ekki keppt vegna meiðsla sem hann hlaut í mótorhjólaóhappi í febrúar. Í raun er með ólíkindum að Schumacher skyldi keppa í mótorhjólakappakstri, eins hættuleg íþrótt og það er, eftir að hafa ekið kappakstursbílum sem bjóða upp á mun meira öryggi. "Schumacher er á annari plánetu, þó hann sé 40 ára gamall. Ég vildi frekar fá meistara í bílinn en nokkurn annan. Formúlan þurfti á endurkomu hans að halda. Við ætlum að berjast fyrir því að fá þrjá bíla á næsta ári frá hverju liði þannig að Schumacher geti keppt þegar hann vill", sagði Montezemolo. "Ég var mjög svekktur þegar Schumacher hringdi í mig og sagði að hann gæti ekki keppt. En heilsan skiptir öllu máli og læknar fundu eitthvað sem var ekki eins og það á að vera. Schumacher fann fyrir eymslum þegar hann keyrði Ferrari um Mugello brautina. Hann var búinn að missa fjögur kíló og til alls líklegur. Núna leggjum við traust okkar á Luca Badoer, sem hefur verið sannur liðsmaður Ferrari og fornfús", sagði Montezemolo. Badoer hefur verið þróunarökumaður Ferrari í mörg ár, en hefur ekki keppt í Formúlu 1 í tíu ár. Hann æfði með Schumacher í síðustu viku á kartbíl. "Um leið og ég er glaður á fá tælifæri með Ferrari, þá er ég leiður fyrir hönd Schumachers, því hann var verulega spenntur að keppa á ný. Hann hringdi í mig og er boðinn og búinn að aðstoða mig", sagði Badoer.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira