Innlent

Arnbjörg unir niðurstöðunni

Arnbjörg Sveinsdóttir.
Arnbjörg Sveinsdóttir.
,,Ég hafði vonast til þess að fá annað sætið áfram en þetta er það sem flokksmenn völdu og þá er bara að taka því," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokkins. Hún beið lægri hlut fyrir Tryggva Þór Herbertssyni í baráttu um annað sætið í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi en úrslit voru tilkynnt síðdegis.

Arnbjörg ætlar að una niðurstöðunni. ,,Tryggvi kemur óvænt inn og það er eðlilegt að menn líti á hann sem spennandi kost í þess flóru," segir Arnbjörg sem hafnaði í þriðja sæti í prófkjörinu.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna í Norðausturkjördæmi í kosningunum 2007. Kristján Þór Júlíusson, Arnbjörgu og Ólöfu Nordal sem hlaut góða kosningu í prófkjöri flokksins í Reykjavík í gær.


Tengdar fréttir

Kristján efstur - Tryggvi í 2. sæti

Kristján Þór Júlíusson er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þegar talinn hafa verið 1000 atkvæði. Tryggi Þór Herbertsson, hagfræðingur, er í öðru sæti. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, er í þriðja sæti. Tryggvi hefur 154 atkvæða forskot á Arnbjörgu.

Tryggvi felldi þingflokksformanninn

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrum efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann sigraði Arnbjörgu Sveinsdóttur þingflokksformann með rúmlega 350 atkvæða mun. Kristján Þór Júlíusson, núverandi oddviti, fékk örugga kosningu í fyrsta sætið.

Línur skýrast í Norðausturkjördæmi

Kosið verður um átta efstu sæti á lista Framsóknarflokks í Norðausturkjördæmi í dag. Kosning fer fram á kjördæmisþingi flokksins á Egilsstöðum en þingmennirnir Höskuldur Þórhallsson og Birkir J. Jónsson keppa um fyrsta sætið. Úrslit ættu að liggja fyrir í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×