Lífið

Scrooge á toppinn

Ný teiknimynd með Jim Carrey í hlutverki Scrooge fór beint á toppinn.
Ný teiknimynd með Jim Carrey í hlutverki Scrooge fór beint á toppinn.
Ný teiknimynd byggð á ævintýri Charles Dickens, A Christmas Carol, fór beint í efsta sæti aðsóknarlistans vestanhafs eftir frumsýningarhelgi sína. Jim Carrey talar fyrir nirfilinn Scrooge í myndinni, þar sem nýjustu tækni við gerð teiknimynda er beitt. Þrátt fyrir að fara beint í efsta sætið þénaði myndin minni pening en búist hafði verið við. Í öðru sæti yfir vinsælustu myndirnar var Michael Jackson-myndin This Is It. Nýjasta mynd Cameron Diaz, The Box, olli aftur á móti mestum vonbrigðum. Hún náði aðeins í 7,9 milljónir dollara sína fyrstu helgi á lista, eða um 980 miljónir króna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.