Lífið

Fullt af fólki sem á ekki fyrir mat

Hreindís Ylva, Hulda Jónasdóttir, Garðar Hreinsson og Yngvi Rafn Garðarsson halda tónleika 22. nóvember kl. 20.30 í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Allur ágóði rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar.
Hreindís Ylva, Hulda Jónasdóttir, Garðar Hreinsson og Yngvi Rafn Garðarsson halda tónleika 22. nóvember kl. 20.30 í Guðríðarkirkju í Grafarholti. Allur ágóði rennur óskiptur til Mæðrastyrksnefndar.

„Við fjölskyldan erum að standa í þessu saman. Ég, mamma, pabbi og bróðir minn," segir Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm sem heldur styrktartónleika 22. nóvember næstkomandi þar sem hún sjálf ásamt fjölda listamanna koma fram.

„Við fjölskyldan fengum bara þessa hugmynd þar sem það er fullt af fólki sem á ekki fyrir mat um jólin en við höfum það gott og langar að láta gott af okkur leiða," segir hún.

„Undirbúningur gengur mjög vel. Við dundum við hann heima á kvöldin eftir að við ljúkum okkar vinnu og skóla. Þetta er heilmikil vinna en þrælskemmtilegt. Við hlökkum bara til tónleikanna 22. nóvember og vonumst til að sjá sem flesta."

Sjá nánar um tónleikana hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.