Lífið

Ourlives heldur útgáfutónleika

Hljómsveitin Ourlives hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu, We Lost the Race. Með þessari heilsteyptu og metnaðarfullu plötu skjóta Ourlives sér beint í framlínu íslenskra tónlistarmanna. Platan hefur að geyma frábærar lagasmíðar og metnaðarfullar útsetningar sem hafa heillað hlustendur að undanförnu.

Það er sjaldgæft að fyrsta plata hljómsveitar innihaldi jafn mörg lög sem hljómað hafa í útvarpi og þessi frumburður Ourlives. Lagið "Núna" var mest spilaða lagið á útvarpsstöðinni X-inu og hið vinsæla lag "Out Of Place" sat í fyrsta sæti vinsældarlista Rásar 2 og fór á topp X-Dominos listans. Með plötunni fylgir svo slóð á svæði hjá tonlist.is sem hægt er að sækja 9 aukalög, eða svokallaðar B-hliðar. Þar er meðal annars ábreiða Ourlives og Togga af laginu "Þúsund sinnum segðu já", sem hefur hljómað á öldum ljósvakans um nokkurt skeið.

Eins má þar finna lagið "Sandra" sem féll vel í kramið hjá íslenskum rokkunnendum. Upptökustjórn og hljóðblöndun var í höndum þeirra Barða Jóhannssonar og Styrmis Haukssonar.

Útgáfutónleikar plötunnar munu verða haldnir Fimmtudaginn 12. nóvember í Hafnarfjarðaleikhúsinu. Á þessum tónleikum mun hljómsveitin spila öll lögin á plötunni. Ekki missa af einu ferskasta íslenska tónleikabandinu spila á frábærum stað.

Aðgangseyrir á tónleikana er 1200kr og miðasala fer fram í gegnum miða.is.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.