Sport

ÍR að stöðva sigurgöngu FH - efst eftir fyrri daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
ÍR-ingar eru að standa sig vel í bikarnum.
ÍR-ingar eru að standa sig vel í bikarnum. Mynd/Heimasíða ÍR

ÍR-ingar hafa forustu í bikarkeppni FRÍ eftir fyrri daginn en keppnin klárast í dag. ÍR-liðið fékk 87 stig í gærkvöldi eða 8 stigum meira en FH. Sameiginlegt lið Norðurlands er í 3. sæti með 62 stigum eða tveimur stigum á undan sameiginlegu liði Ármanns og Fjölnis.

FH-ingar hafa þriggja stiga forustu á ÍR-inga í karlaflokki en í kvennaflokki eru ÍR-stelpurnar með sjö stiga forskot á HSK-liðið. FH-stelpurnar eru í þriðja sæti en þær sakna mikið Silju Úlfarsdóttur sem var dugleg við stigasöfnunina hjá þeim.

19 greinum er lokið af 37 þannig að það er nóg eftir fyrir FH-inga að ná aftur forustunni og tryggja sér bikarmeistaratitilinn sextánda árið í röð. FH hefur unnið bikarinn allar götur síðan árið 1993 þegar HSK vann bikarinn. ÍR vann hann síðast fyrir tuttugu árum. Keppni seinni dagsins hófst klukkan 11.00






Fleiri fréttir

Sjá meira


×