Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Ágúst Orri Arnarson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 14. apríl 2025 18:30 Jóhannes Kristinn Bjarnason fagnar eftir að hafa skorað jöfnunarmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Hann hefði þó átt að taka aukaspyrnu. Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Valur og KR skildu jöfn í hádramatískum leik sex marka leik í annarri umferð Bestu deildar karla. Valsmenn virtust ætla að vinna leikinn en vafasöm vítaspyrna skilaði KR stigi. Leikurinn fór fram á AVIS-vellinum í Laugardal þar sem enn er unnið að því að gera heimavöll KR leikfæran fyrir sumarið. Sigurður Breki (fæddur í desember 2009) spilaði allan leikinn fyrir KR og var valinn maður leiksins af heimamönnum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur frá fyrstu mínútu. Spilað endanna á milli og lítið hangið á boltanum, bæði lið mjög beinskeytt sóknarlega og opin til baka. KR var hættulegra fyrstu mínúturnar og uppskar mark á tólftu mínútu eftir stórkostlegan sprett Gabríels Hrannar upp vinstri vænginn, hann sendi svo fyrir markið á Luke Rae sem setti boltann svo í netið. Gabríel Hrannar gaf stoðsendinguna eftir frábæran sprett upp vinstri vænginn. vísir / guðmundur Luke Rae kom KR yfir. vísir / guðmundur Valsmenn brugðust vel við því að lenda undir. KR-liðið var líka duglegt að gefa þeim færi með því að tapa boltanum á slæmum stöðum eða gefa slakar sendingar. Eftir að Valsmenn höfðu farið illa með fjölmörg færi gerði Jónatan Ingi vel rétt fyrir hálfleik, vann boltann af Finni Tómasi og vippaði honum yfir Halldór markmann, sem hafði varið vel í nokkur skipti með því að gera sig breiðan. Jónatan lærði af því og kláraði snyrtilega. Staðan jöfn í hálfleik en breyttist snemma í seinni hálfleik. KR-ingar voru nýbúnir að klúðra dauðafæri þegar þeir lentu enn og aftur í vandræðum með uppspilið úr vörninni. Valsmenn unnu boltann og voru fljótir að koma honum á Tryggva Hrafn í heilmiklu plássi á hægri vængnum. Hann keyrði inn á teiginn og fiskaði vítaspyrnu, Gyrðir Hrafn gerðist brotlegur. Patrick Pedersen steig svo á punktinn og skoraði af öryggi. KR-ingar kláruðu leikinn með mjög laskað lið. Gyrðir fór meiddur af velli rétt eftir vítið, hinn miðvörðurinn Finnur Tómas var skipt út af vegna meiðsla í hálfleik. Ástbjörn Þórðarson fór síðan meiddur af velli á sjötugustu mínútu eftir harkalega tæklingu Tryggva Hrafns, sem KR-ingar vildu sjá rautt en ekki gult spjald fyrir. Ástbjörn Þórðarson fór meiddur af velli eftir harkalega tæklingu Tryggva Hrafns. vísir / guðmundur Helgi Mikael dómari hefði líklega átt að senda Tryggva Hrafn í sturtu eftir glannalega tæklingu.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Þrátt fyrir það tókst þeim að jafna leikinn tíu mínútum síðar. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði þar sitt annað mark á tímabilinu, aftur með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig en í þetta sinn með vinstri fæti, algjörlega óverjandi fyrir markmanninn. Það leit lengi vel út fyrir að leikurinn myndi enda með 2-2 jafntefli en sú var heldur betur ekki raunin. Í blálok fyrri hálfleiks gerði Vicente Valor sig sekan um skelfileg mistök, hann missti af boltanum inn í eigin vítateig og Jónatan Ingi lagði boltann í kjölfarið fyrir markið þar sem Pedersen virtist vera tryggja Val stigin þrjú. Valsmenn fagna.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson KR-ingar gerðu hvað þeir gátu til að jafna og eftir hornspyrnu lenti Hólmari Erni Eyjólfssyni og Aroni Þórði Albertssyni með þeim afleiðingum að báðir fengu gult. Það voru komnar 99 mínútur á klukkuna þegar KR fékk svo aukaspynu lengst út á velli. Boltanum var eðlilega spyrnt fyrir markið og á meðan boltinn flaug í átt að teignum ákvað Hólmar Örn að taka Aron Þórð niður með glímubragði sem Gunnar Nelson væri stoltur af. Vítaspyrna dæmd þó svo að það virtist sem að brotið væri rétt fyrir utan teig, annað gult á loft og Hólmar Örn sendur í sturtu. Jóhannes Kristinn, sem bar fyrirliðabandið á þessum tímapunkti, tók vítið og tryggði KR-ingum stig. Lokatölur í Laugardalnum 3-3. Hólmar Örn sá tvö gul með stuttu millibili og kostaði Valsmenn sigurinn.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson KR-ingar sáttir með stigið. vísir / guðmundur Dómarar Fá því miður falleinkunn fyrir þetta verkefni. Brotið í uppbótartímanum átti sér stað fyrir utan teig og hefði átt að vera aukaspyrna. Svo má setja stórt spurningamerki við að Tryggvi Hrafn hafi ekki fengið rautt spjald fyrir að brjóta næstum því ökkla Ástbjörns Þórðarsonar. Viðtöl Besta deild karla KR Valur Fótbolti Íslenski boltinn
Valur og KR skildu jöfn í hádramatískum leik sex marka leik í annarri umferð Bestu deildar karla. Valsmenn virtust ætla að vinna leikinn en vafasöm vítaspyrna skilaði KR stigi. Leikurinn fór fram á AVIS-vellinum í Laugardal þar sem enn er unnið að því að gera heimavöll KR leikfæran fyrir sumarið. Sigurður Breki (fæddur í desember 2009) spilaði allan leikinn fyrir KR og var valinn maður leiksins af heimamönnum.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Stórkostleg skemmtun fyrir áhorfendur frá fyrstu mínútu. Spilað endanna á milli og lítið hangið á boltanum, bæði lið mjög beinskeytt sóknarlega og opin til baka. KR var hættulegra fyrstu mínúturnar og uppskar mark á tólftu mínútu eftir stórkostlegan sprett Gabríels Hrannar upp vinstri vænginn, hann sendi svo fyrir markið á Luke Rae sem setti boltann svo í netið. Gabríel Hrannar gaf stoðsendinguna eftir frábæran sprett upp vinstri vænginn. vísir / guðmundur Luke Rae kom KR yfir. vísir / guðmundur Valsmenn brugðust vel við því að lenda undir. KR-liðið var líka duglegt að gefa þeim færi með því að tapa boltanum á slæmum stöðum eða gefa slakar sendingar. Eftir að Valsmenn höfðu farið illa með fjölmörg færi gerði Jónatan Ingi vel rétt fyrir hálfleik, vann boltann af Finni Tómasi og vippaði honum yfir Halldór markmann, sem hafði varið vel í nokkur skipti með því að gera sig breiðan. Jónatan lærði af því og kláraði snyrtilega. Staðan jöfn í hálfleik en breyttist snemma í seinni hálfleik. KR-ingar voru nýbúnir að klúðra dauðafæri þegar þeir lentu enn og aftur í vandræðum með uppspilið úr vörninni. Valsmenn unnu boltann og voru fljótir að koma honum á Tryggva Hrafn í heilmiklu plássi á hægri vængnum. Hann keyrði inn á teiginn og fiskaði vítaspyrnu, Gyrðir Hrafn gerðist brotlegur. Patrick Pedersen steig svo á punktinn og skoraði af öryggi. KR-ingar kláruðu leikinn með mjög laskað lið. Gyrðir fór meiddur af velli rétt eftir vítið, hinn miðvörðurinn Finnur Tómas var skipt út af vegna meiðsla í hálfleik. Ástbjörn Þórðarson fór síðan meiddur af velli á sjötugustu mínútu eftir harkalega tæklingu Tryggva Hrafns, sem KR-ingar vildu sjá rautt en ekki gult spjald fyrir. Ástbjörn Þórðarson fór meiddur af velli eftir harkalega tæklingu Tryggva Hrafns. vísir / guðmundur Helgi Mikael dómari hefði líklega átt að senda Tryggva Hrafn í sturtu eftir glannalega tæklingu.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson Þrátt fyrir það tókst þeim að jafna leikinn tíu mínútum síðar. Jóhannes Kristinn Bjarnason skoraði þar sitt annað mark á tímabilinu, aftur með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig en í þetta sinn með vinstri fæti, algjörlega óverjandi fyrir markmanninn. Það leit lengi vel út fyrir að leikurinn myndi enda með 2-2 jafntefli en sú var heldur betur ekki raunin. Í blálok fyrri hálfleiks gerði Vicente Valor sig sekan um skelfileg mistök, hann missti af boltanum inn í eigin vítateig og Jónatan Ingi lagði boltann í kjölfarið fyrir markið þar sem Pedersen virtist vera tryggja Val stigin þrjú. Valsmenn fagna.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson KR-ingar gerðu hvað þeir gátu til að jafna og eftir hornspyrnu lenti Hólmari Erni Eyjólfssyni og Aroni Þórði Albertssyni með þeim afleiðingum að báðir fengu gult. Það voru komnar 99 mínútur á klukkuna þegar KR fékk svo aukaspynu lengst út á velli. Boltanum var eðlilega spyrnt fyrir markið og á meðan boltinn flaug í átt að teignum ákvað Hólmar Örn að taka Aron Þórð niður með glímubragði sem Gunnar Nelson væri stoltur af. Vítaspyrna dæmd þó svo að það virtist sem að brotið væri rétt fyrir utan teig, annað gult á loft og Hólmar Örn sendur í sturtu. Jóhannes Kristinn, sem bar fyrirliðabandið á þessum tímapunkti, tók vítið og tryggði KR-ingum stig. Lokatölur í Laugardalnum 3-3. Hólmar Örn sá tvö gul með stuttu millibili og kostaði Valsmenn sigurinn.Vísir/Guðmundur Þórlaugarson KR-ingar sáttir með stigið. vísir / guðmundur Dómarar Fá því miður falleinkunn fyrir þetta verkefni. Brotið í uppbótartímanum átti sér stað fyrir utan teig og hefði átt að vera aukaspyrna. Svo má setja stórt spurningamerki við að Tryggvi Hrafn hafi ekki fengið rautt spjald fyrir að brjóta næstum því ökkla Ástbjörns Þórðarsonar. Viðtöl