Skoðun

Svikin velferðarbrú

Vigdís hauksdóttir skrifar
Hin svokallaða velferðarstjórn undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur hefur nú tekið ákvörðun um að skerða grunnlífeyri eldri borgara og öryrkja sem hingað til hefur verið ósnertanlegur.

Velferðarbrú Samfylkingarinnar sem auglýst og boðuð var fyrir kosningar var aldrei á dagskrá. Ekki voru liðnir margir dagar frá kosningum þegar títtnefnd Jóhanna réðst af öllu afli á grunnstólpa velferðarkerfisins í stað þess að byggja á þeim framtíð og öruggt skjól fyrir eldri borgara og öryrkja.

Lagasetningu þurfti til og með lögum nr. 70/2009 náði Jóhanna ásamt ríkisstjórnarflokkunum að leiða eftirfarandi í landslög: Frítekjumark vegna atvinnutekna var áður 1.315.200 á ári en er nú 480.000 eða 40.000 á mánuði. Frítekjumark vegna atvinnutekna öryrkja var áður 1.315.200 á ári en er nú 300.000 eða 25.000 á mánuði. Lífeyrissjóðsgreiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum reiknast nú til frádráttar á grunnlífeyri. Frítekjumark á skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóði er einungis 10.000 á mánuði.

Er hér um „einstakan árangur" að ræða og ég fullyrði að nú hafi verið slegið nýtt met í árásum á þá sem minnst mega sín.

Höfundur er lögfræðingur og þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.

 




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×