Ferrari stefnir á sigur í Mónakó 23. maí 2009 17:52 Kimi Raikkönen er annar á ráslínu og ræsir af stað við hlið Jenson Button sem leiðir stigamót ökumanna. Mynd: Getty Images Ferrari liðið er farið að sýna mátt sinn og megin á ný og Kimi Raikkönen náði öðru sæti í tímatökunni í dag. Felipe Massa varð fimmti, en hann lenti í því að bílar voru fyrir honum í hröðum hringjum. "Þetta eru hagstæð úrslit fyrir okkur og sýnir að staða okkar er að batna. Það munaði örfáum sekúndubrotum að Raikkönen næði fremsta stað á ráslínu og liðið er að eflast mót frá móti", sagði Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. KimI Raikkönen var líka sáttur við stöðuna og hann ræsir af stað með KERS búnað, sem Jenson Button, fremsti maður hefur ekki. Raikkönen hefur því 80 auka hestöfl til taks. "Annað sætið er kærkomið, en ég hefði viljað ná ráspól. Það er meiri munur á fyrsta og öðru sæti hérna en í öðrum mótum. Ræsingin verður mikilvæg og KERS kerfið mun hjálpa. Það er gott að vera kominn í toppslaginn á ný. Ég mun gera mitt besta til að landa sigri, það er það eins sem skiptir máli", sagði Raikkönen. Sjá brautarlýsingu og rásröðina Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ferrari liðið er farið að sýna mátt sinn og megin á ný og Kimi Raikkönen náði öðru sæti í tímatökunni í dag. Felipe Massa varð fimmti, en hann lenti í því að bílar voru fyrir honum í hröðum hringjum. "Þetta eru hagstæð úrslit fyrir okkur og sýnir að staða okkar er að batna. Það munaði örfáum sekúndubrotum að Raikkönen næði fremsta stað á ráslínu og liðið er að eflast mót frá móti", sagði Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóri Ferrari. KimI Raikkönen var líka sáttur við stöðuna og hann ræsir af stað með KERS búnað, sem Jenson Button, fremsti maður hefur ekki. Raikkönen hefur því 80 auka hestöfl til taks. "Annað sætið er kærkomið, en ég hefði viljað ná ráspól. Það er meiri munur á fyrsta og öðru sæti hérna en í öðrum mótum. Ræsingin verður mikilvæg og KERS kerfið mun hjálpa. Það er gott að vera kominn í toppslaginn á ný. Ég mun gera mitt besta til að landa sigri, það er það eins sem skiptir máli", sagði Raikkönen. Sjá brautarlýsingu og rásröðina
Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira