Formúla 1

Mjótt á munum í Mónakó

Aðeins 0.1 sekíndu var á milli fyrstu fimm ökumannanna á lokaæfingu keppnisliða í Mónakó í dag. Fernando Alonso á Renault náði besta tíma og var hann aðeins 0.069 sekúndum á undan Jenson Button á Brawn bíl.

Heikki Kovalainen á McLaren, Rubens Barrichello og Felipe Massa voru síðan 0.1 á eftir þessum köppum og ljóst að harður slagur verður um besta tíma í tímatökum í hádeginu.

Aðeins 1.5 sekúnda er á milli fyrsta og síðasta bíls, en á árum áður gat munað 4-5 sekúndum. Ljóst er að reglubreytingarnar hafa aukið samkeppnina í Formúlu 1.

Útsending frá tímatökunni hefst kl. 11.45 á Stöð 2 Sport og er hún í opinni dagskrá.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×