Lewis Hamilton: Hef lært af mistökunum 23. maí 2009 07:44 Hamilton var meðal fremstu manna á æfingum í Mónakó og ekur í tímatökum í hádeginu í dag. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu. Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton keppir í Mónakó um helgina og ekur í tímatökum í dag. Ökumenn segja að tímatakan gildi 70% í þessum kappakstri þegar kemur að því að ná árangri. Hamilton vann mótið í fyrra með McLaren. Hamilton hefur legiið undir ámæli fyrir ýmislegt á ferli sínum og missti aðeins glansinn þegar hann sagði dómurum ósatt í fyrsta móti ársins. Þá hefur McLaren ekki náð árangri sem skildi, en virðist komið sterkt tilbaka, eins og Ferrari í Mónakó. Liðin tvö voru með góða æfingatíma. "Ég hef lært af mistökum mínum. Ég er ekki fullkominn og ég er ekki póiltíkus. Ég segi stundum ranga hluti í viðtölum og er viss um að það gera allir", sagði Hamilton á fundi með fréttamönnum frá Bretlandi. Hann hefur haldið sig frá þeim í síðustu mótum, en hann var orðinn þreyttur á sögum um sig í fjölmiðlum. "Ég hef reynt að læra og þroskast, en það er erfitt að vera í sviðsljósi öllum stundum. Ég hef þurft að fara í naflaskoðun til að skilja hvað er búið að vera í gangi og sjá heildarmyndina í lífi mínu. Ég er enn stoltur af titilinum sem ég vann í fyrra, en hef þurft að skilja hvernig er að vera ökumaður í íþrótt sem fær hámarksáhorf", sagði Hamilton. Lokaæfingin í Mónakó er á dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 08.55 og tímatakan kl. 11.45 í beinni útsendingu.
Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf Sjáðu dramatíkina í París og öll mörkin úr Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti