Körfubolti

Parker og Howard bestu leikmenn vikunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Parker og Dwight Howard í leik i vetur.
Tony Parker og Dwight Howard í leik i vetur. Mynd/GettyImages

Tony Parker bakvörður San Antonio Spurs og Dwight Howard framherji Orlando Magic voru valdir bestu leikmenn vikunnar í NBA-deildinni í gær.

Parker var valinn bestur í Vesturdeildinni þar sem hann hjálpaði San Antonio-liðinu til þess að vinna 3 af 4 leikjum sínum í síðustu viku. Parker var með 27,5 stig og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í þessum fjórum leikjum.

Howard var valinn bestur í Austurdeildinni en hann var með 23,7 stig, 14,3 fráköst og 3,3 varin skot að meðaltali í þremur sigurleikjum Orlando. Howard nýtti einnig 61,4 prósent skota sinna í leikjunum.

Aðrir sem komu til greina voru: Gerald Wallace (Charlotte), LeBron James og Mo Williams (Cleveland), Carmelo Anthony (Denver), Kobe Bryant (Los Angeles Lakers), Dwyane Wade (Miami), Thaddeus Young (Philadelphia), LaMarcus Aldridge (Portland) og Chris Bosh (Toronto).

Vikan hjá Dwight Howard, Orlando Magic

23. mars á móti New York:

Var með 29 stig, 14 fráköst og 4 varin skot í 106-102 sigri

25. mars á móti Boston:

Var meðp 24 stig, 21 fráköst og 4 varin skot í 84-82 sigri

27. mars á móti Atlanta:

Var með 18 stig, 8 fráköst, 5 stoðsendingar og 2 varin skot í 110-94 sigri

Vikan hjá Tony Parker, San Antonio Spurs

24. mars á móti Golden State:

Var með 30 stig og 10 stoðsendingar í 107-106 sigri

25. mars á móti Atlanta:

Var með 42 stig og 10 stoðsendingar í 102-92 sigri

27. mars á móti LA Clippers:

Var með 16 stig og 6 stoðsendingar í 111-98 sigri

29. mars á móti New Orleans:

Var með 20 stig og 7 stoðsendingar í 86-90 tapi



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×