Samið verði við ESB eins fljótt og hægt er 30. mars 2009 04:00 Jóhanna Sigurðardóttir „Það er best fyrir íslenskt samfélag nú í uppbyggingarstarfinu að Sjálfstæðisflokkurinn, sem stjórnað hefur hér í átján ár með þeim afleiðingum sem nú blasa við, verði áfram á stjórnarandstöðubekknum að loknum næstu kosningum,“ sagði nýr formaður Samfylkingarinnar við lok landsfundar flokksins í gær. fréttablaðið/daníel „Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira
„Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru eins fljótt og kostur er." Þetta sagði Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, við lok landsfundar flokksins í gær. Jóhanna sagði mikilvægt að evran verði framtíðargjaldmiðill enda hafi reynslan af íslensku krónunni ekki verið góð. Þá auðveldi Evrópusambandsaðild afnám verðtryggingar. Helsta verkefnið á næstu misserum sé þó að styrkja og koma á stöðugleika krónunnar. En um leið þurfi að gefa umheiminum til kynna á hvaða leið Íslendingar eru. Það eitt og sér muni hjálpa til við endurreisn efnahags- og atvinnulífsins. Jóhanna sagði vanda heimilanna mikinn en þó viðráðanlegan. Rakti hún aðgerðir ríkisstjórnarinnar og sagði þær duga til að bregðast við vanda langflestra. Þá varaði hún við tillögum um flatan niður-skurð skulda og sagði Samfylkinguna ekki munu blekkja þjóðina með tálsýn og óábyrgum tillögum í þeim efnum. Jóhanna sagði að taka þyrfti til í ríkisfjármálunum og sýna aðhald og forgangsröðun sem byggði á réttlæti og velferð fyrir alla en ekki suma. „Skattahækkanir munu ekki leysa vandann," sagði hún og kvað nauðsynlegt að draga úr útgjöldum eins og mögulegt væri. Í stjórnmálaályktun Samfylkingarinnar er lögð áhersla á að jafnaðarstefnan verði leiðarljós við efnahagsstjórn næstu ára. Fyllsta réttlætis verði gætt við uppbyggingu efnahagskerfisins. Hagsmunum Íslendinga eftir kosningar verði best borgið með félagshyggjustjórn sem sæki um aðild að ESB og leggi samning í dóm þjóðarinnar. Í aðildarviðræðum verði grundvallarhagsmunir atvinnuveganna, sérstaklega sjávar-útvegs og landbúnaðar, tryggðir og vörður staðinn um náttúruauðlindir. Áréttað er mikilvægi þess að festa í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindum og áhersla lögð á að Alþingi leysi þann eignarhaldsvanda sem frjálst framsal aflaheimilda hefur skapað. Einnig segir í ályktuninni að tryggja þurfi að rekstrarhæf fyrirtæki fái nauðsynlegt fjármagn til rekstrar. Taka þurfi með gagnsæjum hætti á skuldamálum fyrirtækja og tryggja jafnræði í meðferð sambærilegra mála. bjorn@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Fleiri fréttir Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Sjá meira