Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi 15. október 2009 04:00 Bresk fjármálayfirvöld vilja ekki sjá útibú erlendra banka sem þeir telja líkur á að geti alið af sér vandræði. Nordicphotos/AFP Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjármálayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðsluþroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síðustu viku að eftirlitsstofnanir ESB-ríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eftirliti heima fyrir. - jab Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka. Krafan var sett fram eftir að fjármálayfirvöld urðu að greiða þeim sem lagt höfðu fé inn á Icesave-innlánsreikninga Landsbankans í Bretlandi 7,5 milljarða punda eftir að bankinn fór í þrot fyrir ári. Samkvæmt reglum Evrópusambandsins (ESB) og Evrópska efnahagssvæðisins má banki í einu ríki stofna útibú í öðru en lýtur eftirliti í heimalandi sínu. Efnahagskreppa hrjáir Letta sem hafa fengið 7,5 milljarða evra, jafnvirði tæpra 1.400 milljarða íslenskra króna, úr sjóðum ESB, frá AGS og Svíum til að forða greiðsluþroti þjóðarbúsins. Haft var eftir Adair Turner, stjórnarformanni FSA, í breskum fjölmiðlum í síðustu viku að eftirlitsstofnanir ESB-ríkja ættu að hafa heimild til að takmarka starfsemi útibúa erlendra banka sem standa höllum fæti og talið er að sæti ekki nægilegu eftirliti heima fyrir. - jab
Mest lesið Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira