Sturla um Egil: „Skeytir hvorki um skömm né heiður“ 15. október 2009 12:04 Sturla Böðvarsson. Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. „Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best" upp í því að ráðast að nafngreindum mönnum og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa," skrifar Sturla sem telur Egil þó vera um margt hugmyndaríkan og flinkan þáttastjórnanda. „En hann kann sér ekkert hóf í bloggfærslum sínum og ýtir undir ósómann sem fylgir með þegar hann skrifar og opnar síðan fyrir umsagnir um það sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viðbrögð við því sem er í fréttum. Þar setur hann fram nær undantekningarlaust einhverjar fullyrðingar og oft meiðandi ummæli um nafngreinda menn sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Egill sem bloggar á Eyjunni í skjóli RÚV og fer þá lítið fyrir hlutleysi þessa starfsmanns ríkisútvarpsins." Sturla veltir því síðan fyrir sér hvað þeim sómakæru mönnum Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra gangi til, „að láta það viðgangast að starfsmaður RÚV fái slíkan persónulegan aðgang að síðu RÚV." Hann segir Egil síðan nota þessa vel auglýstu síðu til þess að þjóna lund sinni gagnvart þeim sem honum er í nöp við einhverra hluta vegna. Hann opni síðan í gegnum blogg sitt inn á lendur ómálefnanlegrar umræðu, rógs og illmælgi í skjóli nafnleyndar. „Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil." Hægt er að lesa pistil Sturlu hér. Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira
Sturla Böðvarsson fyrrverandi ráðherra og forseti Alþingis segir Egil Helgason fjölmiðlamann halda úti ritsóðasíðu og hann skrif hans einkennist af ómálefnanlegum umsögnum um nafngreinda aðila. Sturla furðar sig á því að heimasíða Ríkisútvarpsins skuli auglýsa bloggsíðu Egils. Þetta kemur fram í pistli sem Sturla skrifar á Pressuna í dag. „Á þessari bloggsíðu heldur Egill úti mestu ritsóðasíðu sem þekkist og þar er hann sjálfur fremstur meðal jafningja og ýtir undir stóryrði og sleggjudóma og dregur að nafnlausa skríbenta sem fylgja honum eftir þegar honum tekst „best" upp í því að ráðast að nafngreindum mönnum og skeytir þá hvorki um skömm né heiður þegar hann lætur gamminn geysa," skrifar Sturla sem telur Egil þó vera um margt hugmyndaríkan og flinkan þáttastjórnanda. „En hann kann sér ekkert hóf í bloggfærslum sínum og ýtir undir ósómann sem fylgir með þegar hann skrifar og opnar síðan fyrir umsagnir um það sem hann setur fram. Skrif hans á blogginu eru jafnan mjög ómálefnalegar umsagnir og viðbrögð við því sem er í fréttum. Þar setur hann fram nær undantekningarlaust einhverjar fullyrðingar og oft meiðandi ummæli um nafngreinda menn sem leyfa sér að hafa aðra skoðun en Egill sem bloggar á Eyjunni í skjóli RÚV og fer þá lítið fyrir hlutleysi þessa starfsmanns ríkisútvarpsins." Sturla veltir því síðan fyrir sér hvað þeim sómakæru mönnum Páli Magnússyni útvarpsstjóra og Óðni Jónssyni fréttastjóra gangi til, „að láta það viðgangast að starfsmaður RÚV fái slíkan persónulegan aðgang að síðu RÚV." Hann segir Egil síðan nota þessa vel auglýstu síðu til þess að þjóna lund sinni gagnvart þeim sem honum er í nöp við einhverra hluta vegna. Hann opni síðan í gegnum blogg sitt inn á lendur ómálefnanlegrar umræðu, rógs og illmælgi í skjóli nafnleyndar. „Málfrelsi og ritfrelsi eru dýrmæt. En öllu frelsi fylgir ábyrgð og því tek ég undir athugasemdir sem koma fram í Fréttablaðinu á dögunum. Það er mikilvægt að ýta ekki undir ómálefnalega umræðu og persónuníð í umræðum á netinu. Ábyrgð þeirra sem það stunda er mikil." Hægt er að lesa pistil Sturlu hér.
Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Sjá meira