Viðskipti erlent

Kaupþing mun eignast 90% hlut í Mosaic Fashion

Karen Millen er ein af verslunum Mosaic Fashion.
Karen Millen er ein af verslunum Mosaic Fashion.

Tískuvöruverslanakeðjan Mosaic Fashion sem er í 49% eigu Baugs er á leið í greiðslustöðvun. Félagið mun þó að öllum líkindum fara í endurskipulagningu á fjórum aðal vörumerkjum sínum, Oasis, Warehouse, Coast og Karen Millen. Það er breska blaðið Times sem greinir frá þessu í morgun.

Samkvæmt frétt Times mun Kaupþing eignast 90% hlut í félaginu í stað þeirra 400 milljóna punda sem félagið skuldar en Kaupþing er stærsti lánadrottinn félagsins.

Deloitte sem hefur séð um mál lánadrottna Mosaic mun hafa mælt með greiðslustöðvun og mun taka yfir félagið ef kaupandi finnst ekki.

Skilanefnd Kaupþings mun vera við það að hallast að endurskipulagning sem mun halda Mosaic ósködduðu.

Skilanefndin vonast til þess að þetta muni hámarka verðmæti félagsins til langtíma litið í stað þess að það verði selt á brunaútsölu.






Tengdar fréttir

Kaupþing yfirtekur Mosaic Fashion

Kaupþing mun að öllum líkindum yfirtaka Mosaic Fashion á næstu dögum. Félagið, sem er í 49 prósenta eigu Baugs, hefur átt í miklum rekstrarerfiðleikum undanfarið og nam tap á síðasta ári 8,6 milljörðum króna. Félagið hefur verið í viðræðum við skilanefnd Kaupþings um

Mosaic Fashions tapaði 8,6 milljörðum kr. í fyrra

Tap Mosaic Fashions í Bretlandi eftir skatta nam 53,6 milljónum punda eða sem nemur tæplega 8,6 milljörðum kr. í fyrra. Til samanburðar má geta að tapið árið 207 nam 6,6 milljónum punda eða um 1,1 milljörðum kr..






Fleiri fréttir

Sjá meira


×