Enski boltinn

Inter er komið í kapphlaupið um Aguero

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sergio Aguero.
Sergio Aguero. Nordic photos/AFP

Greint hefur verið frá því að forráðamenn Chelsea og Atletico Madrid muni hittast á fundi eftir helgi til þess að ræða möguleg félagaskipti argentínska landsliðsframherjans Sergio Aguero en hann hefur verið sterklega orðaður við Lundúnafélagið í þó nokkurn tíma.

Samkvæmt heimildarmanni The Sun innan raða Atletico Madrid hefur ítalska félagið Inter hins vegar blandað sér í baráttuna um hinn 21 árs gamla Aguero og ef hann verði seldur í janúar standi valið að öllu óbreyttu á milli þessarra félaga.

Forráðamenn Atletico Madrid höfnuðu 43 milljón punda kauptilboði Chelsea í leikmanninn í ágúst en Spánverjarnir eru sagðir vilja fá nær 50 milljón punda markinu fyrir Aguero.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×