Fótbolti

Trapattoni stefnir á að taka þátt á HM 2014 í Brasilíu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Giovanni Trapattoni.
Giovanni Trapattoni. Nordic photos/AFP

Landsliðsþjálfarinn Giovanni Trapattoni hjá Írlandi hefur þvertekið fyrir að hann sé að hætta í boltanum eftir fjaðrafokið í kringum vafasaman sigur Frakka gegn Írum í umspili fyrir laust sæti á HM í Suður-Afríku næsta sumar.

Trapattoni er enn mjög reiður yfir atvikinu þegar Thierry Henry handlék boltann áður en hann gaf stoðsendinguna að sigurmarki Frakka en kveðst ekki tilbúinn að hætta störfum alveg í bráð.

„Maður efaðist vissulega um framhaldið og hvort maður ætti að halda áfram en ég gafst aldrei upp og ætla að hjálpa Írum að komast á lokakeppni EM í staðinn. Draumurinn er svo að fara á HM í Brasilíu. Eftir það væri ég tilbúinn að hætta," segir Trapattoni í viðtali við Gazzetta dello Sport.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×