Enski boltinn

Enska b-deildin: Heiðar og Gylfi Þór á skotskónum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Heiðar Helguson.
Heiðar Helguson. Mynd/Vilhelm

Fjöldi Íslendinga var að venju í eldlínunni í ensku b-deildinni í dag en þar bar hæst að Heiðar Helguson hélt uppteknum hætti með Watford og skoraði tvö mörk í 3-0 sigri liðsins gegn Scunthorpe.

Heiðar hefur nú skorað fimm mörk í fjórum deildarleikjum með liðinu eftir að hann kom þangað á láni frá QPR.

Gylfi Þór Sigurðsson var einnig á skotskónum í dag en hann skoraði eitt mark í 2-1 sigri Reading gegn Blackpool.

Ívar Ingimarsson var einnig í liði Reading í leiknum en Brynjar Björn Gunnarsson sat á varamannabekknum og kom ekkert við sögu í leiknum.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í 1-1 jafntefli Coventry gegn Crystal Palace og Kári Árnason lék allan leikinn með Plymouth sem tapaði 1-0 gegn Leicester.

Þá vann Barnsley 1-0 sigur gegn Cardiff en Emil Hallfreðsson var ónotaður varamaður í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×