Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin: Stórsigur Chelsea og óvænt tap Arsenal

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Terry fagnar með markaskorurunum Florent Malouda og Michael Essien.
John Terry fagnar með markaskorurunum Florent Malouda og Michael Essien. Nordic photos/AFP

Topplið Chelsea gerði nánast út um leikinn gegn nýliðum Wolves á Brúnni í dag en heimamenn voru komnir í 3-0 þegar rúmar tuttugu mínútur voru búnar af leiknum.

Florent Malouda kom Chelsea á bragðið með marki á 5. mínútu og svo komu tvo mörk frá Michael Essien en staðan var 3-0 í hálfleik.

Markaveislan hélt áfram snemma í síðari hálfleik þegar Joe Cole skoraði fjórða markið en það reyndist jafnframt vera síðasta mark leiksins.

Arsenal lenti í miklum erfiðleikum með að brjóta þéttan varnarmúr Sunderland á bak aftur á leikvangi Ljóssins í dag en staðan var markalaus í hálfleik.

Gestirnir í Arsenal sóttu áfram stíft í síðari hálfleik en Darren Bent kom heimamönnum hins vegar yfir með góðu marki þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks.

Andrey Arshavin komst næst því að jafna leikinn fyrir Arsenal á lokakaflanum en skot hans fór rétt framhjá marki Sunderland og niðurstaðan var 1-0 sigur Sunderland.

Mesti hasarinn var hins vegar í fallbaráttuslag Hull og West Ham á KC-leikvanginum þar sem gestirnir í West Ham komust 0-2 yfir snemma leiks með mörkum Guillermo Franco og Jack Collison.

Heimamenn í Hull svöruðu hins vegar með þremur mörkum í lok fyrri hálfleiks og staðan var 3-2 heimamönnum í vil þegar hálfleiksflautan gall.

Bernand Mendy fékk svo að líta rautt spjald hjá heimamönnum snemma í síðari hálfleik og West Ham náðu að jafna leikinn stuttu síðar með marki frá Manuel Da Costa og það reyndist vera síðasta mark leiksins.

Úrslit og markaskorarar:

Liverpool-Manchester City 2-2

1-0 Martin Skrtel (50.), 1-1 Emmanuel Adebayor (69.), 1-2 Stephen Ireland (76.), 2-2 Yossi Benayoun (77.).

Birmingham-Fulham 1-0

1-0 Lee Bowyer (16.).

Burnley-Aston Villa 1-1

1-0 Steven Caldwell (9.), 1-1 Emile Heskey (86.).

Chelsea-Wolves 4-0

1-0 Florent Malouda (5.), 2-0 Michael Essien (12.), 3-0 Essien (22.), 4-0 Joe Cole (56.).

Hull-West Ham 3-3

0-1 Guillermo Franco (5.), 0-2 Jack Collison (11.), 1-2 sjálfsm. (27.), 2-2 Kamil Zayatte (44.), 3-2 Jimmy Bullard (45.), 3-3 Manuel Da Costa (69.).

Sunderland-Arsenal 1-0

1-0 Darren Bent (70.).
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×