Enski boltinn

Benitez: Við sýndum sterkan karakter

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafa Benitez.
Rafa Benitez. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool var ánægður með baráttuna hjá leikmönnum liðs síns í 2-2 jafnteflinu gegn Manchester City í dag.

Benitez þurfti að gera tvær breytingar á liði sínu í fyrri hálfleik þegar Daniel Agger og Ryan Babel meiddust en hann vonast til þess að þeir verði ekki lengi frá.

„Mér fannst við vera betra liðið í leiknum og með smá heppni hefðum við getað tekið öll þrjú stigin. Mér fannst við annars sýna sterkan karakter með því að bregðast vel við þegar við misstum leikmenn útaf vegna meiðsla og það var ánægjulegt. Miðað við aðstæður þá spiluðum við því mjög vel.

Það er of snemmt að segja til um meiðsli leikmannanna en ég á ekki von á því að þeir verði lengi frá," sagði Benitez í leikslok í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×