Enski boltinn

Moyes: Engar fyrirspurnir borist okkur út af Rodwell

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jack Rodwell.
Jack Rodwell. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton neitar því að félaginu hafi borist kauptilboð í hinn 18 ára gamla Jack Rodwell en bæði Chelsea og Manchester United eru sterklega orðuð við miðjumanninn efnilega.

Moyes kveðst þó ekki þora að lofa því að Rodwell yfirgefi aldri herbúðir Everton.

„Það er erfitt fyrir mig að koma fram og segja að Rodwell fari ekki neitt því ég sagði að ég ætlaði ekki að selja Joleon Lescott og hann var samt seldur.

Ég get hins vegar staðfest að okkur hefur ekki borist nein fyrirspurn eða kauptilboð frá neinu félagi í Rodwell, hvorki Chelsea né Manchester United," sagði Moyes í viðtali við Daily Telegraph.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×